Cleveland náði að jafna metin

LeBron James sækir að Bojan Bogdanovic hjá Indiana í leiknum …
LeBron James sækir að Bojan Bogdanovic hjá Indiana í leiknum í Indianapolis í nótt. AFP

Le Bron James og félagar í Cleveland Cavaliers náðu að svara fyrir sig og jafna metin í 2:2 gegn Indiana Pacers með því að vinna fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í körfubolta í nótt í Indianapolis, 104:100, eftir  tvísýna baráttu.

Indiana gerði sig líklegt til að vinna leikinn og komast í 3:1 sem hefði verið afar snúin staða fyrir lið Cleveland, sem þrátt fyrir miklar sviptingar í vetur hefur verið talið líklegt til að komast enn og aftur í úrslitaeinvígið um titilinn.

LeBron skoraði 32 stig í nótt, tók 13 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Kyle Korver skoraði 18 stig. Myles Turner og Victor Oladipo gerðu 17 stig fyrir Indiana og Thaddeus Young tók 16 fráköst.

Washington Wizards jafnaði metin í 2:2 gegn Toronto Raptors með sigri á heimavelli, 106:98. Bradley Beal skoraði 31 stig fyrir Washington og John Wall skoraði 27 og átti 14 stoðsendingar. DeMar DeRozan skoraði 35 stig fyrir Austurdeildarmeistara Toronto og Kyle Lowry gerði 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert