Réðu ekki við „gríska undrið“

Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig í sigri Milwaukee Bucks í …
Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig í sigri Milwaukee Bucks í nótt. AFP

Níu leikir voru spilaðir í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þar sem heimaliðin höfðu betur í öllum leikjum.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sigri Milwaukee gegn Denver 104:98.

Kamerúninn Joel Embiid var öflugur í liði Philadelphia í sigri liðsins á móti Phoenix. Embiid skoraði 33 stig og tók hvorki fleiri né færri en 17 fráköst. Ben Simmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia sem er eina taplausa liðið á heimavelli í deildinni. Devin Booker var allt í öllu hjá Phoenix en hann lauk leiknum með því að skora 37 stig.

Russell Westbrook skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Oklahoma City Thunder en það dugði ekki til því liðið tapaði á útivelli fyrir Sacramento.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Cleveland 113:102
Charlotte - Boston 117:112
Indiana - Utah 121:94
Philadelphia - Phoenix 119:114
Memphis - Dallas 98:88
LA Clippers - Atlanta 127:119
Milwaukee - Denver 104:98
New Orleans - SA Spurs 140:126
Sacramento - Oklahoma 117:113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert