50 stig hjá Harden gegn Lakers

James Harden.
James Harden. AFP

James Harden fór á kostum þegar Houston Rockets sigraði Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í Texas í nótt 126:111. Harden skilaði glæsilegri þrefaldri tvennu. 

Harden skoraði 50 stig en lét það ekki nægja heldur gaf 11 stoðsendingar á samherja sína auk þess að taka 10 fráköst. Mögnuð frammistaða hjá þessum vinsæla leikmanni. LeBron James skoraði 29 stig fyrir Lakers en það dugði skammt að þessu sinni. 

Óvænt tíðindi urðu í Arizona þegar Phoenix Suns nældi í sigur gegn Dallas Mavericks 99:89 og var aðeins um sjötta sigur Phoenix að ræða í þrjátíu leikjum. Dallas hefur hins vegar unnið 15 af 27 leikjum en liðið getur þakkað þann árangur frábærum úrslitum á heimavelli. Á útivelli er gengi liðsins mun slakara. 

Úrslit: 

Houston - LA Lakers 126:111

Phoenix - Dallas 99:89

Orlando - Chicago 97:91

San Antonio - LA Clippers 125:87

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert