Snæfell og Breiðablik með stórsigra

Kristen McCarthy (t.v.) og stöllur í Snæfelli voru ekki í …
Kristen McCarthy (t.v.) og stöllur í Snæfelli voru ekki í miklum vandræðum í dag. mbl.is/Hari

Snæfell og Breiðablik leika bæði í átta liða úrslitum í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik eftir stórsigra í dag. Snæfell vann 110:36 sigur á Þór Akureyri og Breiðablik lagði Tindastól að velli, 107:64.

Snæfell, sem er á toppi úrvalsdeildarinnar, skoraði 70 stig í fyrri hálfleiknum einum gegn 1. deildarliði Þórs sem átti alltaf á brattann að sækja. Heiða Hlín Björnsdóttir skoraði 22 stig fyrir Snæfell og þær Anna Soffía Lárusdóttir og Tinna Alexandersdóttir voru með 21 stig hvor.

Þá var úrvalsdeildarlið Breiðabliks ekki í vandræðum með 1. deildarlið Tindastóls. Breiðablik er á botni Dominos-deildarinnar en hafði góð tök á leiknum frá fyrsta leikhluta. Kelly Faris var stigahæst gestanna með 24 stig en Tessondra Williams var stigahæst allra, skoraði 26 stig fyrir Tindastól.

Snæfell og Breiðablik eru nú komin í átta liða úrslitin ásamt Skallagrím, Stjörnunni, ÍR og Val. Á morgun mætast svo Haukar og Grindavík og Keflavík og Fjölnir um síðustu tvö sætin.

Tindastóll - Breiðablik 64:107

Sauðárkrókur, Bikarkeppni kvenna, 16. desember 2018.

Gangur leiksins:: 6:5, 8:11, 14:19, 16:27, 21:37, 27:42, 37:47, 40:51, 42:60, 44:66, 49:72, 49:82, 49:90, 53:93, 59:102, 64:107.

Tindastóll: Tessondra Williams 26/16 fráköst, Kristín Halla Eiríksdóttir 11/5 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 10/4 fráköst, Marín Lind Ágústsdóttir 8, Katrín Eva Ólafdóttir 6, Stefanía Hermannsdóttir 2, Tatiana Schraml 1/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.

Breiðablik: Kelly Faris 24/16 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 23, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 22/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 13, Sanja Orazovic 6/9 stoðsendingar/5 stolnir, Björk Gunnarsdótir 6, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hafrún Erna Haraldsdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Melkorka Sól Péturdóttir 1.

Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 100

Þór Ak. - Snæfell 36:110

Höllin Ak, Bikarkeppni kvenna, 16. desember 2018.

Gangur leiksins:: 0:10, 0:17, 3:21, 3:32, 8:36, 10:46, 14:54, 17:70, 19:70, 21:75, 23:85, 24:87, 26:89, 28:97, 32:102, 36:110.

Þór Ak.: Rut Herner Konráðsdóttir 11/4 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 8/7 fráköst, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 6, Marta Bríet Aðalsteinsdóttir 5, Karen Lind Helgadóttir 5, Særós Gunnlaugsdóttir 1/8 fráköst.

Fráköst: 16 í vörn, 10 í sókn.

Snæfell: Heiða Hlín Björnsdóttir 22, Anna Soffía Lárusdóttir 21/9 fráköst, Tinna Alexandersdóttir 21, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/6 stoðsendingar/6 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristen Denise McCarthy 8, Katarina Matijevic 6/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, Angelika Kowalska 5, Andrea Bjort Olafsdottir 2/7 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 55

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert