Haukur stigahæstur í Meistaradeildinni

Haukur Helgi sækir að körfunni í leiknum í kvöld.
Haukur Helgi sækir að körfunni í leiknum í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir franska liðið Nanterre sem mátti þola 68:79-tap fyrir Tenerife frá Kanaríeyjum í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. 

Haukur skoraði 16 stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu og var hann stigahæstur hjá Nanterre. Leikurinn var jafn og spennandi í byrjun fjórða leikhluta og var Nanterre með 64:63-forskot þegar skammt var eftir. 

Tenerife var hins vegar mun sterkari aðilinn á lokakaflanum og tryggði sér sigurinn. Nanterre er í fimmta sæti B-riðils með 13 stig eftir níu leiki, en fjögur efstu liðin fara áfram í næstu umferð. Fimmta og sjötta sæti detta niður í Evrópubikarinn og sjöunda og áttunda sæti eru úr leik í Evrópukeppnum. 

Haukur er búinn að vera sterkur í Meistaradeildinni til þessa og skorað 14,4 stig að meðaltali í átta leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert