Njarðvík jók forskotið – Tvö ótrúleg áhlaup til sigurs

Diminique Rambo, Val, og Jeb Ivey, Njarðvík, berjast um boltann …
Diminique Rambo, Val, og Jeb Ivey, Njarðvík, berjast um boltann í kvöld. mbl.is/Eggert

Njarðvík náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik, en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Þór Þorlákshöfn og Stjarnan unnu þá bæði leiki sína eftir magnaðar endurkomur.

Eins og mbl.is fjallaði um unnu Haukar óvæntan sigur á Tindastóli, 73:66, en Stólarnir voru tveimur stigum á eftir Njarðvík fyrir kvöldið. Njarðvík vann Val á sama tíma 90:86, eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Jeb Ivey hitti nánast úr öllu og skoraði 28 stig fyrir Njarðvík en Aleks Simeonov skoraði 26 stig fyrir Val.

Njarðvík er nú með 26 stig á toppnum en Valur er í 10. sæti með átta stig.

KR tapaði svo í hörkuleik fyrir Þór Þorlákshöfn, 95:88. KR var yfir í hálfleik, 54:37, og virtist með örugga forystu. Þórsarar náðu hins vegar hreint ótrúlegu áhlaupi í fjórða leikhluta, unnu hann 33:7 og leikinn 95:88. Kinu Rochford skoraði 30 stig fyrir Þór en Julian Boyd 26 stig fyrir KR.

Þórsarar eru í sjötta sætinu með 14 stig en KR er í fjórða sæti með 18 stig.

Stjarnan situr svo ein í þriðja sætinu eftir sigur á Skallagrími 94:80 í Borgarnesi. Skallagrímur var 20 stigum yfir í hálfleik, 56:36, en eins og í Þorlákshöfn var endurkoman svakaleg í fjórða leikhluta. Stjarnan vann hann 31:9 og leikinn 94:80. Brandon Rozzell skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna en Aundre Jackson skoraði 21 stig fyrir Skallagrím.

Stjarnan er í þriðja sætinu með 20 stig, tveimur stigum á eftir Tindastóli, en Skallagrímur er í næstneðsta sæti með fjögur stig.

Valur - Njarðvík 86:90

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild karla, 17. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 6:7, 13:11, 18:17, 20:21, 26:24, 33:29, 42:33, 44:41, 48:43, 54:45, 59:52, 63:54, 67:60, 73:65, 79:74, 86:90.

Valur: Aleks Simeonov 26/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 22/12 fráköst, Dominique Deon Rambo 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 12/5 fráköst, Austin Magnus Bracey 8, Oddur Birnir Pétursson 1, Gunnar Ingi Harðarson 1/6 fráköst/8 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Jeb Ivey 28, Elvar Már Friðriksson 21/7 fráköst, Mario Matasovic 15/9 fráköst, Logi Gunnarsson 7, Kristinn Pálsson 6, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Julian Rajic 3/8 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 1.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 117

Þór Þ. - KR 95:88

Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 17. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 7:2, 8:4, 12:11, 16:18, 20:26, 23:31, 31:42, 37:54, 45:62, 47:70, 56:76, 62:81, 71:85, 78:88, 84:88, 95:88.

Þór Þ.: Kinu Rochford 30/12 fráköst, Nikolas Tomsick 26/5 fráköst/12 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

KR: Julian Boyd 23/6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 16, Michele Christopher Di Nunno 15/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Kristófer Acox 8/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6, Orri Hilmarsson 6, Emil Barja 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Björn Kristjánsson 1.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Aron Rúnarsson.

Skallagrímur - Stjarnan 80:94

Borgarnes, Úrvalsdeild karla, 17. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 11:3, 24:5, 26:13, 31:17, 39:24, 46:27, 52:32, 56:36, 58:38, 63:44, 66:57, 71:63, 74:68, 76:76, 78:87, 80:94.

Skallagrímur: Aundre Jackson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Domogoj Samac 20/8 fráköst, Matej Buovac 16, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 3, Almar Örn Björnsson 2, Kristján Örn Ómarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Stjarnan: Brandon Rozzell 28/7 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 15/17 fráköst, Antti Kanervo 11/4 fráköst, Filip Kramer 10/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 9, Collin Anthony Pryor 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 7/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.

Fráköst: 29 í vörn, 21 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 211

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert