Hamarsmenn byrjuðu vel gegn Hetti

Hamar er einum sigri frá úrslitaleik í umspilinu.
Hamar er einum sigri frá úrslitaleik í umspilinu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hamar hafði betur gegn Hetti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í efstu deild karla í körfubolta, 101:95. Leikið var á heimavelli Hamars í Hveragerði. 

Leikurinn var kaflaskiptur. Hamar var með 23:20-forskot eftir fyrsta leikhlutann en staðan í hálfleik var 57:45, Hetti í vil. Hamar minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhluta og var staðan 80:77 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. 

Heimamenn í Hamri voru sterkari aðilinn í fjórða leikhlutanum og með 24:15-sigri í honum tryggðu Hamarsmenn sér sigur.

Everage Richardson skoraði 36 stig fyrir Hamar og gaf átta stoðsendingar og Julian Rajic skoraði 23 stig. Dino Stipcic og Charles Clark skoruðu 22 stig hvor fyrir Hött. 

Hamar - Höttur 101:95

Hveragerði, 1. deild karla, 21. mars 2019.

Gangur leiksins:: 7:2, 11:11, 20:15, 23:20, 27:29, 29:39, 36:48, 45:57, 49:59, 58:67, 66:73, 77:80, 85:83, 90:87, 94:89, 101:95.

Hamar: Everage Lee Richardson 36/4 fráköst/8 stoðsendingar, Julian Rajic 23/4 fráköst, Oddur Ólafsson 13/6 fráköst/10 stoðsendingar, Florijan Jovanov 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dovydas Strasunskas 8/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8/6 fráköst, Marko Milekic 3/8 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Höttur: Dino Stipcic 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Charles Clark 22/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/5 fráköst, André Huges 10/7 fráköst, Andrée Fares Michelsson 10, Ásmundur Hrafn Magnússon 8, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Brynjar Snaer Gretarsson 2, Sigmar Hákonarson 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 145

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert