Booker sá fjórði í sögunni

Devin Booker skoraði 59 stig fyrir Phoenix Suns í nótt.
Devin Booker skoraði 59 stig fyrir Phoenix Suns í nótt. AFP

Hinn 22 ára Devin Booker fór á kostum með liði Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Stórleikur Bookers dugði þó skammt því Phoenix tapaði fyrir Utah Jazz 125:92. Booker skoraði 59 stig og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora 50 stig eða meira fyrir 23 ára aldurinn. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving.

Brasilíumaðurinn Bruno Caboclo skoraði 24 stig og tók 11 fráköst fyrir Memphis Grizzlies i sigri gegn Oklahoma City Thunder 115:103. Paul George skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og tók 12 fráköst. Russell Westbrook fann ekki fjöl sína en hann skoraði 16 stig en hitti aðeins úr sex af 20 skotum sínum.

Bosníumaðurinn Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Portland Trail Blazers í sigri gegn Brooklyn í tvíframlengdum leik 148:144. Norkic varð fyrir alvarlegum meiðslum í fæti í framlengingunni og var borinn af leikvelli.

Úrslitin í nótt:

Memphis - Oklahoma 115:103
Utah - Phoenix 125:92
Portland - Brooklyn 148:144 (framl.)
Philadelphia - 98:119

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert