Stjarnan marði Val eftir æsispennu

Ægir Þór Steinarsson leitar leiða fram hjá vörn Vals í …
Ægir Þór Steinarsson leitar leiða fram hjá vörn Vals í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Stjarnan hafði betur gegn Val, 83:79, á heimavelli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan náði mest 22 stiga forskoti í fyrri hálfleik, en Valsmenn neituðu að gefast upp og komust yfir í síðasta leikhlutanum. Stjörnumenn voru hins vegar sterkari í blálokin. 

Nikolas Tomsick skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta var eftir og kom Stjörnunni í 81:79 og tókst Valsmönnum ekki að jafna eftir það. 

Tomsick var stigahæstur í Stjörnunni, ásamt Tómasi Þórði Hilmarssyni með 19 stig. Frank Aron Booker skoraði 29 stig fyrir Val og Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði 12 stig. 

Stjarnan er með tíu stig og í toppbaráttu en Valsmenn með sex stig í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 

Tindastóll hafði betur gegn Haukum á heimavelli, 89:77. Tindastóll var með forystuna allan tímann og varð hún mest 16 stig. 

Pétur Rúnar Birgisson skoraði 21 stig fyrir Tindastól og Sinisa Bilic 19. Flenard Whitfield skoraði 24 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson gerði 15. Tindastóll er með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur og Haukar eru með átta í fimmta sæti. 

Tindastóll - Haukar 89:77

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 13. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 9:4, 19:9, 23:11, 25:17, 32:24, 35:32, 41:37, 49:43, 53:43, 58:48, 64:53, 70:56, 73:58, 77:67, 82:72, 89:77.

Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 21/6 fráköst, Sinisa Bilic 19/5 fráköst, Jasmin Perkovic 18/12 fráköst, Gerel Simmons 8, Jaka Brodnik 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Axel Kárason 6/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 5, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Flenard Whitfield 24/16 fráköst, Kári Jónsson 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 11, Gerald Robinson 9/8 fráköst, Emil Barja 8, Haukur Óskarsson 4, Breki Gylfason 3/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhann Guðmundsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 300

Stjarnan - Valur 83:79

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 13. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:7, 11:11, 18:16, 24:18, 28:18, 33:22, 45:28, 52:32, 52:42, 55:50, 60:56, 67:59, 72:67, 76:72, 78:77, 83:79.

Stjarnan: Nikolas Tomsick 19/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 19/11 fráköst, Kyle Johnson 18/6 fráköst, Jamar Bala Akoh 13/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 8/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 4, Dúi Þór Jónsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Frank Aron Booker 29/4 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/7 fráköst/3 varin skot, Ástþór Atli Svalason 10, Illugi Steingrímsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 6/15 fráköst/7 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 5, Austin Magnus Bracey 5, Illugi Auðunsson 2, Damir Mijic 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 472

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert