Elvar og félagar upp að hlið toppliðsins

Elvar Már Friðriksson hefur leikið vel með Borås.
Elvar Már Friðriksson hefur leikið vel með Borås. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, og samherjar hans í Borås höfðu betur gegn Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 92:81. 

Íslenski bakvörðurinn hefur spilað vel síðan hann gekk í raðir Borås frá Njarðvík í sumar og átti hann enn og aftur góðan leik. 

Elvar skoraði 18 stig, tók tvö fráköst og gaf sjö stoðsendingar á hálftíma. Hefur hann skorað 16,9 stig, tekið 3,4 fráköst og gefið 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Borås er með sextán stig, eins og Köping Stars og Luleå og eru þau jöfn á toppnum með tveimur stigum meira en Wetterbygden, sem fær einmitt Borås í heimsókn í næstu umferð á föstudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert