Hamar vann Suðurlandsslaginn

Ragnar Nathanaelsson og félagar í Hamri eru í toppbaráttu 1. …
Ragnar Nathanaelsson og félagar í Hamri eru í toppbaráttu 1. deildar. mbl.is/Árni Sæberg

Hamar styrkti stöðu sína í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik í kvöld með því að sigra Hrunamenn í Suðurlandsslag í Hveragerði, 108:76.

Hamar stakk af í öðrum leikhluta eftir jafnræði framan af leik og jók svo forskotið í síðari hálfleiknum. 

Hamar er nú með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar og á leik til góða á tvö efstu liðin en Álftanes er með 20 stig á toppnum og Sindri 16 stig í öðru sæti.

Selfoss er með 12 stig, Hrunamenn 10, Ármann 10, ÍA 10, Skallagrímur 8, Fjölnir 8 stig en Þór á Akureyri er án stiga.

Gangur leiksins: 5:4, 12:11, 22:17, 29:24, 36:26, 40:26, 44:31, 52:33, 57:38, 66:42, 68:48, 72:49, 80:56, 88:66, 98:71, 108:76.

Hamar: Björn Ásgeir Ásgeirsson 41/5 fráköst, Jose Medina Aldana 15/7 fráköst/7 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 11, Mirza Sarajlija 11/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 8/22 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 6/5 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5/4 fráköst, Baldur Freyr Valgeirsson 3, Halldór Benjamín Halldórsson 3, Daníel Sigmar Kristjánsson 2, Haukur Davíðsson 2/4 fráköst, Egill Þór Friðriksson 1.

Fráköst: 35 í vörn, 20 í sókn.

Hrunamenn: Ahmad James Gilbert 35/7 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Anthony Burt 14/8 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 7, Eyþór Orri Árnason 6/9 fráköst, Dagur Úlfarsson 5, Haukur Hreinsson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Yngvi Freyr Óskarsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Agnar Guðjónsson.

Áhorfendur: 77.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert