Undanrásir í þremur sundgreinum

Anton Sveinn McKee er á meðal þeirra sem keppa í …
Anton Sveinn McKee er á meðal þeirra sem keppa í undanrásum um tíuleytið í Laugardalslauginni. mbl.is/Golli

Sundkeppni Smáþjóðaleikanna hefst í Laugardalslauginni klukkan 10 þegar fram fara undanrásir í þremur greinum. Að öðru leyti verður sundkeppnin á fullri ferð í Laugardalnum frá kl. 17.30 til 19 í dag þegar keppt verður til úrslita í fjölda greina.

Sex Íslendingar keppa í þessum þremur greinum í undanrásunum. Bryndís Rún Hansen og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir ríða á vaðið fyrir Íslendingana þegar þær synda í fyrri riðli í 100 m skriðsundi kvenna kl. 10.

Alexander Jóhannesson og Birkir Snær Helgason synda næst 100 m skriðsund karla í sitthvorum riðlinum kl. 10:05 og 10:07. Anton Sveinn McKee og Kristinn Þórarinsson enda morgunhlutann svo í síðari riðlinum í 200 m fjórsundi karla um kl. 10:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert