96 atriði tilkynnt fyrir Airwaves

Mynd/ Styrmir Kári

Í dag tilkynntu skipuleggjendur Iceland Airwaves um 30 listamenn sem bætast við á lista þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár. Þetta verður í fimmtánda sinn sem hátíðin fer fram en hún verður haldin dagana 30. október til 3. nóvember.

Tilkynnt eru Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson.

Íslenskir listamenn geta sótt um að koma fram á hátíðinni allt til 19. júlí en umsóknarfrestur fyrir erlendar sveitir rennur út 5. júlí.

Ef Monitor telst rétt til hefur nú verið tilkynnt um 96 listamenn og hljómsveitir sem munu taka þátt í hátíðinni og ljóst er að það verður mikið um dýrðir á Airwaves í ár. Nákvæmari dagskrá Airwaves og miða má nálgast í gegnum heimasíðu Iceland Airwaves

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson