Feministafélag stofnað í Kvennó

Nemendur framhaldsskóla virðast sífellt verða meira meðvitaðir um jafnréttismál, og má m.a. sjá það á því að femínistafélög hafa verið stofnuð í mörgum þeirra auk þess sem kynjafræði er sífellt víðar í boði sem valáfangi. Femínistafélög hafa verið starfandi í Verzló og MH í töluverðan tíma og ekki má gleyma femínistafélagi MR þar sem gjarnan skapast sérdeilis fjörugar og skemmtilegar umræður.

Nú hefur Kvennaskólinn bæst í hópinn, en femínistafélag var stofnað þar á bæ nú á dögunum. Meðlimir listanefndar, þær Sóllilja Guðmundsdóttir og Eva Núra Abrahamsdóttir, gerðu það að kosningaloforði sínu fyrir nemendafélagskosningar síðasta vor að stofna slíkt félag innan veggja skólans. Þá var stofnaður undirbúningshópur og við hópinn bættust þau Þorsteinn Eyfjörð, Guðný Tómasdóttir, Kormákur Jarl Gunnarsson, Embla Huld og Haukur Már Tómasson. 

Stofnfundur Femínistafélagsins var haldinn þann 11. september síðastliðinn og var mætingin mjög góð, en alls mættu um fimmtíu nemendur. Reglur félagsins voru settar að hluta og ýmis mál rædd sem varða félagið. Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann og mannfræðingur, kom og hélt fyrirlestur um klámvæðingu við mikinn áhuga nemenda. Fundurinn gekk mjög vel og allir voru hæstánægðir.  Aðalmarkmið félagsins er að minnka fordóma gegn hugtakinu femínisti en stofnendur telja mikla fordóma hafa skapast í garð þeirra á síðustu árum. Femínisti er sá sem vill ná jafnrétti milli karla sem og kvenna. Félagið stefnir að því að hanna áróðursplaköt, fara í samstarf með öðrum sambærilegum félögum og koma málum sínum almennt á framfæri. 

Myndir frá stofnfundi félagsins má sjá hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson