20 lög sem koma þér í gegnum prófin

Þegar páskarnir hafa sungið sitt síðasta fer raunveruleikinn að hellast aftur yfir nemendur landsins. Það styttist óðum í próf og andvökunætur yfir efni sem þú hefðir átt að lesa fyrir löngu. Líkami þinn er uppfullur af sumarfiðringi, prófkvíða og námsþreytu og þú ert hreint út sagt það uppgefin(n) að þú veist ekki hvernig þú átt að koma þér í gegnum þetta allt saman.

Það hjálpar mörgum að læra með tónlist og rannsóknir sýna að heppilegasta lærdómstónlisin sé án sungins texta. Inn á milli þess sem þú situr á Þjóðarbókhlöðunni og hakkar í þig fróðleik þarftu hinsvegar eitthvað sem lyftir þér upp og hvetur þig áfram.

Monitor tók saman 20 lög sem koma þér aftur á lærdómssporið þegar allt virðist vonlaust.

1. Destiny's Childe - Survivor. 
Það er tilvalið að byrja daginn með því að minna sig á að maður mun lifa hann af.
Lykilorð: „I'm a survivor, I'm not gon' give up, I'm not gon' stop, I'm gon' work harder!“

2. Ice Cube - You can do it.
Finndu þinn innri gangster og settu rassinn í það.
Lykilorð: „Don't stop get it, get it. Don't stop nigga hit it.“ 

3. AC/DC - For Those About to Rock (We Salute You).
Þetta er lagið sem þú hlustar á í botni rétt áður en þú gengur inn í prófið full(ur) öryggis.
Lykilorð: „The skies alight with a guitar bite. Heads will roll and rock tonight“

4. Pharrell Williams - Happy.
Þegar klukkan er orðin tvö um nótt en þú átt enn eftir að skrifa fimm blaðsíður af ritgerðinni þinni er um að gera að grípa vin í svipuðum aðstæðum og dansa úr sér stressið í fjórar mínútur.
Lykilorð: „Sunshine she’s here, you can take a break

 5. Hjálmar - Leiðin okkar allra.
Leyfðu stóískri ró Gunnars Nelson að flæða í gegnum þig áður en þú hristir af þér áhyggjurnar og heldur áfram veginn.
Lykilorð: „Oft ég er í hjarta hryggur, en ég harka samt af mér.“

6. Aloe Blacc - The Man.
Pumpaðu í brjóstkassann og minntu sjálfa(n) þig á að þú ert maðurinn!
Lykilorð: „I got all the answers to your questions. I'll be the teacher you can be the lesson“

7. Kelly Clarkson - Stronger.
Ímyndaðu þér að prófin séu ömurlegur kærasti eða kærasta sem þú ætlar að dömpa með epískum hætti af því þú ert of góð(ur) fyrir þau. *snapsnapsnap*
Lykilorð: „What doesn't kill you makes you stronger. Stand a little taller.“

8. Michael Jackson - Don't stop 'til You Get Enough.
Komdu þér í grúvið með ungum Michael Jackson, það er ekki annað hægt en að gleðjast með honum þegar maður horfir á myndbandið. 
Lykilorð: „Keep On With The Force Don't Stop. Don't Stop 'Til You Get Enough.“

9. Lady Gaga - The Edge of Glory
Þú ert alveg við það að klára önnina, þetta er alveg a koma. Taktu smá dans til að fagna því.
Lykilorð: „I'm on the edge of something final we call life tonight.

10. Macklemore & Ryan Lewis - Can't Hold us.
Þakið getur ekki haldið þér félagi, lyftu höndunum upp og haltu áfram að berjast.
Lykilorð: „Y’all can’t stop me, go hard like I got an 808 in my heart beat“

11. Alex Boyé - Let It Go.
Óskarsverðlaunalag Frozen er eitt mesta hetjulag sem gert hefur verið á síðustu árum. Það er hinsvegar mikið hetjulegra með smá træbal hamingju inn á milli.
Lykilorð: It's time to see what I can do. To test the limits and break through.“

12. Nirvana - Smells Like Teen Spirit.
Þegar þú ert komin með ógeð á öllu, orðið sama um allt og þarft bara að sleppa út reiði þinni er ekkert betra en að öskra aðeins með Kurt Cobain.
Lykilorð: „I feel stupid and contagious. Here we are now, entertain us.“

13. Katy Perry - Roar.
Roar er gott lag að syngja með, sérstaklega ef maður er smá kjökrandi af þreytu á meðan.
Lykilorð: „I got the eye of the tiger, a fighter, dancing through the fire.“

14. Chumbawamba - Tubthumping.
Hversu næntís og fallegt? Taktu smá nostalgíu pepp áður en þú heldur áfram með daginn.
Lykilorð: „I get knocked down. But I get up again. You're never gonna keep me down.“

15. Kanye West ft. Daft Punk - Stronger.
Rífðu mækinn af Taylor Swift, gefðu mannanafnanefnd puttann og skírðu barnið þitt Norður, sendu Kim blautan fingurkoss og haltu svo áfram að vera fokking flott(ur).
Lykilorð: „Work it, make it, do it, makes us, harder, better, faster, stronger“

16. Europe - The Final Countdown.
Líttu á prófin sem niðurtalingu. Niðurtalningu í frelsið, sumarið og áhyggjulaust líf.
Lykilorð: It's the final countdown...“ (Döh!) 

17. Beyoncé - Grown Woman.
Þú ert fullorðin kona (eða karl) og getur gert hvað sem þú vilt! Til dæmis rústað þessum prófum.
Lykilorð: „Told the world I would paint this town, now bitches I run this.“

18. Monty Python - Always Look on the Bright Side of Life.
Þegar þú ert með allt niðrum þig ætti Monty Python að geta minnt þig á björtu hliðarnar.
Lykilorð: „When you're feeling in the dumps, don't be silly chumps.“

19. Sóldögg - Svört sól
Taktu þetta lag með þér inn í prófin og finndu þig þenjast út af von og sumargreddu.
Lykilorð: „Lifnar allt við, ljós allt í kringum mig, finn það sem ég leita að.“

20. Vangelis - Chariots of fire.
Þegar allt kemur til alls eru orð óþörf. Þú kemur alltaf fyrst(ur) í mark með þessu lagi.
Lykilorð: Bammbammbammbamm bamm bamm!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson