„Ég er ekki að fara neitt“

Raggi bjarna sést hér ræna Unnsteini og Loga Pedro úr …
Raggi bjarna sést hér ræna Unnsteini og Loga Pedro úr Retro Stefson og neyða ofan í þá ís. Ernir Eyjólfsson

„Þið losnið ekkert við mig fyrr en í fyrsta lagi við heimsenda, ef þá. Ég er ekki að fara neitt.” Raggi Bjarna sparar ekki stóru orðin.

Raggi Bjarna er einn ástsælasti söngvari okkar Íslendinga og hefur verið svo lengi sem elstu menn muna. Þeim fer þó ört fækkandi, þessum elstu mönnum, og ekki yngist Raggi frekar en við hin en hann ber aldurinn einstaklega vel. Höndin á sínum stað, slök sem aldrei fyrr og húmorinn hvergi langt undan. Plöturnar spænast svoleiðis fram úr ermunum á honum og nýjasta afurðin er platan Falleg hugsun. Ekki er svo heldur hægt að slengja á hann meintu minnisleysi undir formerkjum elli, en það hefur fylgt honum frá upphafi og fyrir löngu orðinn órjúfanlegur partur af sjarmanum.

Á meðan jafnaldrar Ragga draga saman seglin tekur okkar maður slíkt ekki í mál og heldur ótrauður áfram á vit nýrra ævintýra. Það kom þó eflaust mörgum á óvart þegar kauða sást bregða fyrir í nokkuð vafasamri stiklu úr framtíðartrylli sem fer nú sem eldur um sinu um gjörvalt netið. Í stikklunni má sjá Ragga í kröppum dansi þar sem hann stendur andspænis örlögum sínum og heimsendi. Þess má geta að Raggi naut ekki stuðnings áhættuleikara í atriðinu og eru menn á því að um stórleik sé að ræða.

Spurður um þennan nýja vettvang segist Raggi hafa unað sér vel og útilokar ekki frekari leiksigra í komandi framtíð. „Þið losnið ekkert við mig fyrr en í fyrsta lagi við heimsenda, ef þá. Ég er ekki að fara neitt” segir Raggi með sinni einstöku kankvísi í lokin.

Þú getur séð stikkluna í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson