Grasið gert upptækt í Hyde Park

Skiltin sýna boðskap 4/20
Skiltin sýna boðskap 4/20

Á sunnudaginn fóru fram friðsamleg mótmæli um allan heim undir yfirskriftinni 420. Mótmæli þessi eiga sér stað 20. apríl ár hvert en þá koma stuðningsmenn lögleiðingar kannabiss saman og fá sér í haus fyrir opnum tjöldum. Hópurinn Reykjavík Homegrown stóð fyrir slíkum mótmælum á Austurvelli en lögreglan fylgdist með úr fjarlægð og greip ekki inn í.

Sú var raunin víða um heim en í Hyde Park í London var svo sannarlega annað upp á teningnum. Öryggisgæsla var efld til muna og gengu lögreglumenn á milli fólks og gerði vímuefnið upptækt auk þess sem nokkrir mótmælendur voru handteknir fyrir athæfið.

Þrátt fyrir þetta segja skipuleggjendur daginn hafa lukkast vel utan þess hve mikið rusl var skilið eftir.

Hyde Park var fylltur af lögreglumönnum í tilefni dagsins.
Hyde Park var fylltur af lögreglumönnum í tilefni dagsins.
Það þurfti þrjá lögreglumenn til að handsama þennan þrjót.
Það þurfti þrjá lögreglumenn til að handsama þennan þrjót.
Sérstakar tunnur voru á svæðinu þar sem mótmælendur gátu afhent …
Sérstakar tunnur voru á svæðinu þar sem mótmælendur gátu afhent kannabisefnin sín án vandræða.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson