Hafnaði Tinu Fey fyrir Heimsmetabókina

Hafþór Júlíus ásamt Sun Mingming.
Hafþór Júlíus ásamt Sun Mingming.

Þegar þetta er skrifað hafa hátt í 3000 manns látið sér líka við myndina hér að ofan á Facebook og hefur henni verið deilt 104 sinnum.

Myndina setti eitt af óskabörnum Íslendinga, Hafþór Júlíus Björnsson, á Facebook í fyrradag en á henni stendur Hafþór við hlið  körfuboltamannsins Sun Mingming. Sun Mingming sem er kínverskur er af mörgum talinn hæsti körfuboltamaður í heimi en hann er 2,36 metrar og notar skó númer 58.

Hafþór er sjálfur engin smásmíði en hann lítur næstum því út fyrir að vera lágvaxinn við hliðina á Mingming þrátt fyrir sína 2,06 metra. Hafþór Júlíus hefur vakið mikla athygli um allan heim að undanförnu fyrir frammistöðu sína í Game of Thrones í hlutverki Fjallsins. Nokkuð hefur verið fjallað um hversu mikið heljarmenni Hafþór er en eins og einn aðdáenda Hafþórs komst að orði í athugasemd við myndina er Fjallið meira eins og hóll við hliðina á Mingming.

Sölvi Fannar Viðarsson, umboðsmaður Hafþórs, segir Hafþór vera að vinna með Heimsmetabókinni þessa dagana við að reyna að slá heimsmet og mun myndin hafa verið tekin við það tækifæri. 

„Það er búið að vera brjálað að gera sem umboðsmaður hans og ef hann hefði ekki verið búinn að lofa sér í þetta verkefni og fleiri þá væri hann núna á leiðinni að leika í Hollywood mynd með Tinu Fey,“ segir Sölvi og tekur fram að það sé aðeins eitt af hlutverkunum sem Hafþóri hafa staðið til boða nýlega.

Hafþóri Júlíus virðast standa allar dyr opnar þessa dagana og það verður skemmtilegt að fylgjast með hvar hann skýtur upp kollinum næst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson