Biddu eðlisfræðing um að tala í jarðarförinni þinni

Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orkan …
Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orkan deyr aldregi Amen. Kristinn Ingvarsson

Rithöfundurinn Aaron Freeman flutti eftirfarandi texta á NPR News þann 1. júní 2005 en hann á enn erindi í dag og getur vonandi verið þeim sem glíma við missi einhver huggun og öðrum hugvekja. Hægt er að hlusta á flutning hans hér og lesa frumtextann hér.

Þú vilt að eðlisfræðingur tali í jarðarförinni þinni. Þú vilt að eðlisfræðingurinn tali við syrgjandi fjölskyldu þína um varðveislu orku, svo þau skilji að orkan þín hefur ekki dáið. Þú vilt að eðlisfræðingurinn minni snöktandi móður þína á fyrsta lögmál varmafræðinnar; að engin orka myndast innan þessa heims og engri orku er eytt. Þú vilt að móðir þín viti að öll þín orka, hver sveifla, hvert kílówatt af hita, hver bylgja af hverri ögn sem var hennar heittelskaða barn verður hjá henni áfram í þessum heimi. Þú vilt að elisfræðingurinn segi grátandi föður þínum að meðal orku hins samstillta alheims hafir þú staðið á þínu. 

Þú vonast til þess að á einhverjum tímapunkti myndi eðlisfræðingurinn stíga niður úr ræðustólnum ganga yfir til harmi slegins maka þíns og segja honum frá öllum ljóseindunum sem endurköstuðust af andliti þínu, öllum ögnunum sem þú ruddir af braut sinni með brosi þínu, með snertingu við hár þitt, hundruðir trilljóna einda, sem hafa skoppað af þér eins og börn, vegferð þeirra að eilífu breytt vegna þín. Og sem ekkja þín vaggar í faðmi ástríkrar fjölskyldu, megi eðlisfræðingurinn skýra fyrir henni að allar ljóseindirnar sem hrukku af þér söfnuðust saman í skynjurunum sem augu hennar eru, að þessar ljóseindir sköpuðu innan hennar stjörnukerfi af taugafrumum hlöðnum rafsegulsviði hvers orka mun endast að eilífu. 

Og eðlisfræðingurinn mun minna söfnuðinn á hversu mikið af allri okkar orku við gefum frá okkur í formi hita. Nokkrir gætu verið að kæla sig með efniskránni í því sem hann segir það. Og hann mun segja þeim að hlýjan sem flæddi um þig í lifanda lífi er enn hér, enn hluti af því sem við erum, jafnvel meðan að við sem syrgjum höldum áfram í hita okkar eigin lífs.

Og þú munt vilja að eðlisfræðingurinn útskýri fyrir þeim sem unnu þér að þau þurfa ekki trúa; reyndar, ættu þau ekki að trúa. Kunngjörið þeim að þau geta mælt, að vísindamenn hafa mælt nákvæmlega varðveislu orku og komist að því að hún er nákvæm, sannreynanleg og samræmanleg þvert yfir tíma og rúm.

Þú getur vonast til þess að fjölskylda þín rannsaki sönnunargögnin og fullvissi sig um að vísindin eru áreiðanleg og að þau huggi sig við að vita að orkan þín er enn til staðar. Samkvæmt lögmálinu um varðveislu orku, er ekki ögn af þér horfin. Þú ert bara óreglulegri. Amen.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir