Tilnefnd til Emmy verðlauna

Laverne Cox í gleðigöngu New York. Við hlið hennar gengur …
Laverne Cox í gleðigöngu New York. Við hlið hennar gengur kona með mynd af dóttur sinni sem var myrt fyrir að vera transmanneskja. AFP

Laverne Cox skráði sig á spjöld sögunnar í dag þegar hún varð fyrsta transmanneskjan til að vera tilnefnd til Emmy verðlauna.

Tilnefninguna hlaut Cox fyrir leik sinn í Orange is the New Black þar sem hún leikur transkonuna Sophiu Burset. Þáttaröðin fékk allt í allt sex tilnefningar, þar af eina í flokkinum besta gamanþáttaröðin og eina fyrir bestu aðalleikonu í gamanþáttaröð, eina fyrir bestu aukaleikkonu og þrjár fyrir bestu gestaleikkonu en þeirra á meðal var tilnefning Cox.

Víða er pottur brotinn í málefnum transfólks en mörgum þykir Cox vera boðberi betri tíma enda hefur hún mölvað hindranir sem áður hafa virst ókleifar sem og staðalímyndir sem hafa verið fastar í sessi í áratugi.

Þann 9. júní síðast liðinn varð Cox fyrsta transmanneskjan til að prýða forsíðu Time tímaritsins og þótti það mikill áfangi í sögu LGBTQ baráttunnar. Cox var einnig fyrsta svarta transkonan til að birtast í raunveruleikaþætti og nú er bara að bíða og sjá hvort hún verði einnig fyrsta transmanneskjan til að vinna Emmy verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson