15 „næntís“ lög í útileguna

Quarashi árið 1999.
Quarashi árið 1999. Morgunblaðið/Kristinn

Monitor heldur áfram að taka saman hinn fullkomna íslenska lagalista fyrir verslunarmannahelgina, hvort sem er fyrir gítarpartíið eða græjurnar. Í síðustu viku voru það lög níunda áratugarins en nú lítum við á nokkur af útileguvænstu lögum tíunda áratugarins.

1. Higher and Higher - Jet Black Joe.

Þetta lag býður upp á frábært tækifæri til að sýna fram á röddunarhæfileikana.

 2. Farin - Skítamórall.

Það er ekkert næntís án Skítamórals sem mun einmitt spila á Þjóðhátíð í ár.

3. Friður - Sóldögg.

Á tíunda áratugnum dró önnur hver hljómsveit nafn sitt af sólinni. Það voru betri tímar.

4. Stanslaust stuð - Páll Óskar.

Árið 1996 spratt Páll Óskar fram eins og skrattinn úr sauðarleggnum með þetta dásamlega lag og allt hefur verið betra síðan þá.

5. Ladyshave - Gus Gus.

Yndislegt lag, stórbrotið myndband.

6. Stick'em Up - Quarashi.

Talandi um hljómsveitir sem koma fram á Þjóðhátíð. Þessi gullmoli hefur svo sannarlega staðist tímans tönn.

7. Þið eruð frábær - Botnleðja.

Má ég snýta ykkur?

8. Það er gott að elska - Bubbi Morthens.

Á níunda áratugnum uppgötvaði Bubbi ástina og tjáði hana fáklæddur en þó með fínan hatt.

9. Draumur um Nínu - Stebbi og Eyfi.

Þjóðin varð aldrei söm eftir að Stebbi og Eyfi sungu um Nínu í Eurovision. Þvílík epík.

10. Terlín - Land og synir.

Rétt upp hönd sem finnst tími kominn á endurkomu hjá Landi og sonum!

11. Lög unga fólksins- Unun.

Ef þú hélst að Nylon hefði átt þetta lag þá skjátlaðist þér hrapallega.

12. Brúðkaupslagið - Todmobile.

Brúðkaupslagið er líklega eitt vinsælasta lag Todmobile en ritstjórn Monitor er ekki ljóst hvort það spili þar inn í að söngvari sveitarinnar er krossfestur í myndbandinu.

13. Partýbær - Ham.

Sódóma Reykjavík er ein yndislegasta arfleifð íslenskrar menningar um tíunda áratuginn en sú mikla gersemi Partýbær fékk einmitt að hljóma í henni. 

14. Gott mál - Tweety.

Monitor er ekki frá því að Andrea Gylfadóttir hafi átt fyrrihluta tíunda áratugarins en þetta lag flutti hún sem meðlimur hljómsveitarinnar Tweety.

15. Hjá þér - Sálin hans Jóns míns.

Hjá þér er lagið sem þú spilar á gítarinn þegar þú vilt skapa væmna stemningu þar sem allir fyllast af ást og náungakærleik, nú eða óstjórnlegum biturleika yfir eigin einsemd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson