Húðflúr eftir Hugleik

Listamaðurinn Hugleikur Dagsson er í uppáhaldi hjá mörgum. List hans einkennist af einföldum myndum sem oft og tíðum eru bráðfyndnar. Hörðustu aðdáendur Hugleiks hafa þó gengið skrefinu lengra en aðrir og fengið sér húðflúr af myndum hans. 

Á Facebooksíðu Hugleiks er heilt myndasafn þar sem einungis er að finna myndir af húðflúrum af teikningum hans.

„Ég held að þetta sé eitt æðsta hrósið sem maður getur fengið, að fólk sé að stimpla þetta á húðina sína til frambúðar,“ segir Hugleikur um húðflúrin.

Hann nefnir að myndir hans njóti einnig vinsælda erlendis og segist þekkja til tveggja norðmanna sem báðir hafa sömu myndina eftir Hugleik flúraða í húð sína.

Uppáhalds húðflúr Hugleiks er myndin af herramanninum með pípuhattinn. Fyrir neðan hann stendur Punk. Hann útskýrir myndina þannig að jakkaföt og pípuhattur getur alveg verið punk eins og hvað annað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson