Konur stígi út úr þægindaramma sínum

Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Haraldur Jónasson

Vefurinn Inspiral.ly hefur notið vaxandi vinsælda en á honum má finna jákvæðar fréttir af því sem konur afreka í samfélaginu. Hugmyndina af vefnum fékk Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritsjóri Fréttatímans, þegar hún horfði á tónlistarmyndbönd sem 8 ára dóttir hennar spilaði í afmæli sínu.

Sigríður segir að á vefnum geti konur og ungar stúlkur fundið jákvæðar fyrirmyndir á hinum ýmsu sviðum.

„Hugmyndin kom þegar ég var að halda upp á afmæli dóttur minnar þá sýndi hún mér tónlistarmyndbönd sem hún hafði verið að horfa á á YouTube og þá fékk ég bara nett áfall. Ég hugsaði bara „framtíðin er ekkert sérstaklega björt í jafnréttisskilningi,“ þetta er bara sorglegt,“ segir Sigríður.

Hún segir að markmiðið með vefnum sé að veita konum hvatningu og fá þær til að stíga út úr þægindaramma sínum og láta drauma sína rætast. „Þarna eru fréttir af konum sem eru að gera eitthvað sem öðrum konum kannski dreymir um að gera,“ segir Sigríður.

Að sögn hennar eru flestir lesendur Inspiral.ly konur á aldrinum 25-45 ára svo vefurinn er greinilega vinsæll meðal ungra kvenna.

Í framtíðinni hyggst Sigríður ásamt meðstjórnendum vefsins setja upp samfélagsmiðil þar sem konur geta skiptst á reynslusögum og hjálpast að við að styrkja hvor aðra með því að segja til að mynda frá því hvernig þeim tókst að semja um hærri laun, eða segja frá áhugaverðum konum sem eru að gera eftirtektarverða hluti.

Vefurinn er á ensku en ástæðan er svo hægt sé að ná til fleiri kvenna. „Það er sagt að Ísland sé besta land fyrir konur til að búa í en ef þetta er samt svona mikið vandamál á íslandi hvernig er þetta þá í öðrum löndum?  Við ákváðum því að hafa þetta á ensku til að höfða til enn fleiri kvenna,“ segir Sigríður.''

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson