Sumarrómantík í nýju myndbandi Kaleo

Sveitarómantíkin er allsráðandi í myndbandinu,
Sveitarómantíkin er allsráðandi í myndbandinu,

Hljómsveitin Kaleo gaf út nýtt tónlistarmyndband í gær en það er við lagið „All The Pretty Girls“ og sýnir fallega sumarmynd af Austurlandi. Lagið sjálft kom út 5. ágúst og hefur þegar öðlast nokkrar vinældir en það er um margt nokkuð ólíkt fyrra efni sveitarinnar.

Rubin Pollock, gítarleikari sveitarinnar segir sveitina afar ánægða með útkomuna og að lagið hafi hlotið mjög góð viðbrögð. „Mér finnst mjög gaman að fara svolítið út um allt, þó það sé óviljandi gert,“ segir Rubin  „Við semjum bara lögin og erum ekkert að spá í hvaða stefnu þau falla inn í. Við erum alltaf með svona 20 lög á færibandinu sem við pikkum út hverju sinni en það er ekkert planað í þessu ferli, bara náttúrulegt.“ 

Myndbandið við „All The Pretty Girls“ er búið til af framleiðsluhóp sem kallar sig Eyk en sá hefur einnig séð um gerð fyrri myndbanda sveitarinnar. Rubin segir leikaravalið fyrir myndbandið hafa verið sérlega áhugavert þar sem fólk hafi verið valið af handahófi á Facebook og sólarhring síðar var hópurinn kominn til Egilstaða. „Fyrir þetta myndband fóru allt "krúið" og leikararnir og tóku upp senur á fallegum stöðum fyrir austan. Myndbandið átti aldrei að innihalda söguþráð, þetta átti bara að vera fílingur, svona sumarmyndband,“ segir Rubin og blaðamaður tekur undir að það hafi svo sannarlega heppnast vel.

Af Kaleo er það annars að frétta að sveitin er á leið til London á vegum útvarpsmannsins Smutty Smiff, þar sem hún mun spila í opnun á ljósmyndasýningu. Aðdándur Kaleo þurfa þó ekki að bíða lengi eftir að berja sveitina augum hér heima því Kaleo kemur tvisvar fram á menningarnótt, annars vegar í garðpartýi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hinsvegar á vegum X-ins 977 á Bar 11.

Rubin segir sveitina ekki reyna að fá tónlist sína til …
Rubin segir sveitina ekki reyna að fá tónlist sína til að passa inn í ákveðnar stefnur. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir