Fá sér húðflúr af páfanum

Hvað ætli Frans finnist um húðflúrin?
Hvað ætli Frans finnist um húðflúrin? AFP

Myndir þú fá þér húðflúr af páfanum fyrir ratleik?

„The Greatest International Scavenger Hunt the World Has Ever Seen“ eða „GISHWHES“ hefur farið fram á hverju ári frá 2011 á vegum bandaríska leikarans Misha Collins. Á íslensku mætti útleggja nafn viðburðarins sem „Sá frábærasti alþjóðlegi ratleikur sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð“, en Monitor gerir sér fyllilega grein fyrir að sá titill er ekki jafn grípandi.

Á hverju ári taka þúsundir manna um allan heim þátt í ratleiknum sem gengur út á að safna sem flestum stigum fyrir að klára hinar ýmsu áskoranir. Þátttakendur skila inn myndum eða myndbandi til að sanna að áskorununum hafi verið lokið og það er einmitt þess vegna sem ótrúlegur fjöldi fólks tók skyndilega upp á því að fá sér húðflúr af Frans páfa.

Húðflúrið var 64 stiga virði sem er ekki sérlega mikið saman borið við þau 72 stig sem hægt var að fá fyrir að skora á og vinna atvinnuíþróttamann í parís en líklega hafa þeir flúruðu ákveðið allt frá upphafi að fara alla leið með leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson