Giftist frænda sínum

Vonandi hefur þessi indverska brúður ekki lent í svipuðu veseni …
Vonandi hefur þessi indverska brúður ekki lent í svipuðu veseni og Ponradha. AFP

Við höfum öll heyrt um strokubrúðina, sem skilur verðandi eiginmanninn eftir við altarið með sárt ennið. Þetta er vitaskuld ekki bundið við konur, því brúðgumar fá aldeilis líka kalda fætur (e. cold feet). Slíkt er yfirleitt gerilsneytt öllu skemmtanagildi og í rauninni ekki annað en harmsaga.

Hin indverska Ponradha fékk að kynnast þessu þegar hún var tilbúin í slaginn og átti að fara að giftast manni að nafni Sithiraivelu. Sá hafði lent í deilum við foreldra sína sem svo skilaði sér í því að hann blés allt heila klabbið af. Þeir sem til þekkja vita að brúkaup í Indlandi eru ekki lágstemmd, þvert á móti. Því var hér komin upp töluverð krísa. Sagan um hryllinginn sem blasti við dömunni fór sem eldur um sinu og úr varð að gestur einn í sjálfu brúðkaupinu bauð sig fram og hreinlega giftist brúðinni í staðinn. Hér ber að nefna að viðkomandi var frændi konunnunnar, en góðverkin láta slíka smámuni ekki stoppa sig. Að taka einn á sig fyrir heildina hefur hér fengið aldeilis gildishlaðna þýðingu.

Nú fara íslensku sumarbrúðkaupin að klárast hvert á fætur öðru svo hér er ábending til vina og ættingja brúðhjóna komandi helgar. Kannski mætti hafa þessa sögu Ponradha í huga og hefjast handa við að velja innanstokks hver tekur á sig skellinn ef spariskónum yrði skipt út fyrir hlaupaskóna þegar síst skyldi. Hér mætti notast við stysta stráið eða kasta uppá.

Sjáið hvernig brúðkaup Önnu og Tomma tekur á sig óvænta mynd. Hér væri til dæmis ómetanlegt að eiga gott og giftusamt (já þetta er orðagrín) frændfólk að.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson