Útgáfutónleikar GusGus eftir Timberlake

Haltu ró þinni og dansaðu.
Haltu ró þinni og dansaðu. Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin GusGus leggur af stað í viðamikla tónleikaferð um Evrópu, Bandaríkin og Suður Ameríku í lok ágúst en eins og flestir vita mun sveitin hita upp fyrir Justin Timberlake á sunnudaginn. Er ferðlaginu ætlað að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar, Mexico, sem kom út á vegum Senu á Íslandi en einnig á heimsvísu á vegum þýsku útgáfunnar Kompakt.

Tónleikaferðalagið hefst í Kaupmannahöfn þann 30. ágúst en áður en lengra er haldið hyggst sveitin fljúga aftur til Íslands og gefa Íslendingum tækifæri til að upplifa nýtt efni sveitarinnar á útgáfutónleikum í Listasafni Reykjavíkur þann 5.september.

Miðasala er þegar hafin á midi.is en tónleikarnir standa frá 21:00 til 01:00.

Ef þú ert einn af þeim (mjög líklega örfáu) sem keyptir miða á Justin Timberlake bara til að sjá GusGus hita upp þá ættir þú líklega ekki að missa af þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson