Fá bjór fyrir rottur

Einn námsmaðurinn skipti þessum þremur glæsiskepnum fyrir þrjá stóra á …
Einn námsmaðurinn skipti þessum þremur glæsiskepnum fyrir þrjá stóra á stúdentabarnum.

Stúdentar við Victoria háskólann í Wellington, Nýja Sjálandi geta nú skipt á rottum og bjór á háskólabarnum The Hunter Lounge. Vísindafélag háskólans stendur á bakvið þetta áhugaverða verkefni sem nefnist BeerTrap en félagið sér fólki fyrir gildrum og góðum ráðum við rottuveiðarnar. 
Rottur munu vera mikil pest í Nýja Sjálandi en þær eyðileggja flóru landsins og hafa stuðlað  að útdauða níu mismunandi fuglategunda. Jonathan Musther, einn af þeim sem standa á bakvið verkefnið segir það vera leið til að fá almenning til að taka þátt í að eyða meindýrunum.

 „Í augnablikinu hefur náttúruverndareftirlitið góðar gildrur í almennings- og þjóðgörðum en þau geta ekki gengið inn í garða hjá fólki. Við ákváðum að blanda stúdentum í málið og reka BeerTrap útfrá Vísindafélagi Victoriu háskóla og að besta leiðin til að fá þá til að taka þátt væri að gefa þeim ókeypis bjór. Þetta eru jú stúdentar eftir allt saman.“

Hann segir markmiðið vera að fækka í hópi meindýranna og halda þeim í skefjum svo innfæddar tegundir eigi meiri möguleika á að fjölga sér. Lokamarkmiðið sé auðvitað að eyða rottunum alfarið en það er ljóst að þá þurfa nýsjálenskir stúdentar að vera ansi iðnir við kolann.

b

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson