Fá einingar fyrir að safna líkamshári

Myndi það skipta máli ef leggirnir í miðjunni væru rakaðir …
Myndi það skipta máli ef leggirnir í miðjunni væru rakaðir en ekki hinir. AFP

Kennari við Háskólann í Arizona lofar kvenkyns nemendum sínum aukaeiningum ef þær raka ekki líkamshár sín í tíu vikur. Kennarinn Breanne Fahs kennir kynjafræði og mun tilgangurinn sá að fá nemendur til að hugsa með gagnrýnum hætti um staðalímyndir kynjanna. Fah segir enga betri leið til að læra um samfélagsleg norm en að brjótast undan þeim og sjá hvernig fólk bregst við.

Karlkyns nemendur fá einnig svipað boð en þeir fá sínar aukaeiningar ef þeir halda sér rökuðum fyrir neðan háls. Báðir hóparnir halda dagbók yfir reynslu sína, eigin tilfinningar og viðbrögð annarra og segir einn nemenda hennar reynsluna hafa breytt lífi sínu. Hún nefnir að vinir hennar hafi ekki viljað sjást með henni í ræktinni og að móðir hennar hafi verið miður sín við tilhugsunina um að dóttirin myndi gifta sig með vænan runna af hári undir handleggjunum.

Fahs hefur verið verðlaunuð af Bandaríska sálfræðifélaginu fyrir verkefnið sín og munu háskólar víða um Bandaríkin íhuga að bjóða upp á svipaðan valkost í kynjafræði áföngum.

Fengu hörð viðbrögð við líkamshárum

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson