Ætlaði ekki að vinna

Hin sögufræga Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram laugardaginn 5. apríl hvað sem verkfalli kennara líður. Söngkeppnin verður haldin í Hofi á Akureyri og verður mikið um dýrðir en á næstu dögum mun Monitor kynna keppendur fyrir lesendum með stuttum myndböndum.

Frá Menntaskólanum á Egilsstöðum kemur Sunna með lagið „I put a spell on you“ eftir Screamin' Jay Hawkins en hún valdi það vegna þess að ef hún tekur hlutina of alvarlega uppi á sviði þá gengur henni illa. Hún verður stressuð en ef hún gerir eitthvað fíflalegt að eigin sögn hefur hún gaman af og gengur mjög vel. Hún ætlaði sér upprunalega ekki að vinna heldur var hún aðeins að reyna að sigrast á óttanum að koma fram. Eftir að hún komst áfram var þetta aðeins meira en hún bjóst við en það finnst henni bara spennandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir