„Les bara dýrmætar bækur“

Vigdís Grímsdóttir segir glæpasagnahöfunda gera mikið gagn.
Vigdís Grímsdóttir segir glæpasagnahöfunda gera mikið gagn. Kristinn Ingvarsson

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur er alæta á bækur. Nú er hún að lesa nýjustu bók Jos Nesbø, Brynhjarta, en hún segir bækur hans vera stórskemmtilegar og spennandi. 

„Ég les mjög mikið en lestur góðra bóka er einn besti skóli fyrir rithöfunda. Þá les ég bara dýrmætar bækur, ég hendi hinum. Ég kynntist verkum Nesbø í gegnum sjónvarpið þar sem fjallað var um bækur hans og ég byrjaði í kjölfarið að lesa bækurnar um Harry Hole, þann leiðindagaur. Það er ekki annað hægt en að heillast.“ Vigdís mælir eindregið með því að áhugasamir byrji á Rauðbrystingnum. „Það er skemmtilegt hvernig Nesbø tekur þjóðfélagsmálin fyrir. Það sem einkennir marga glæpasagnahöfunda er að þeir taka á því sem máli skiptir í samfélaginu hverju sinni en það er sjaldan nefnt þegar talað er um þá og hvað þeir gera mikið gagn með þessu.“ 

Les bara dýrmætar bækur

Aðspurð hver sé eftirminnilegasta bókin sem hún hafi lesið segir Vigdís erfitt að nefna eina bók. „Sú bók sem hefur hins vegar haft hvað mest áhrif á mig undanfarið er bók Guðmundar Andra Thorssonar, Valeyrarvalsinn, sem er einstaklega falleg. Þá var ég líka að lesa nýjustu bók Auðar Jónsdóttur, Ósjálfrátt, sem er virkilega dýrmæt. Ég les bara dýrmætar bækur og hendi hinum!“

Skrifar afhjúpandi ævisögu

Aðdáendur Vigdísar geta glaðst yfir því að von er á nýrri bók eftir hana fyrir jól. „Ég var rétt í þessu að skila frá mér fullkláruðu handriti að bók sem kemur út fyrir jólin. Þetta er afhjúpandi ævisaga. Ég get ekki sagt meira um bókina annað en það að ég er mjög hamingjusöm með hana. Það er ekki hægt að skrifa ævisögur. Maður velur bara einhvern sjónarhól og skrifar út frá honum og ég geri það. Mér finnst það gaman,“ segir Vigdís að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál