Hannaði undirföt til að vekja athygli á brjóstakrabbameini

Stella McCartney og bleiku undirfötin.
Stella McCartney og bleiku undirfötin. afp/stellamccartney.com

Hönnuðurinn Stella McCartney hefur nú hannað fallega undirfatalínu til að vekja athygli á brjóstakrabbameini en móðir hennar lést úr sjúkdómnum árið 1998.

Nærfötin, sem koma í takmörkuðu upplagi, má versla á heimasíðu Stellu, www.stellamccartney.com, og rennur allur ágóðinn til Linda McCartney góðgerðarsamtakanna sem stofnuð voru til minningar um móður Stellu.

„Þessi hræðilegi sjúkdómur hefur áhrif á líf svo margra. Það er hægt að koma í veg fyrir dauðsföll að völdum þessa sjúkdóms, því er svo mikilvægt að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ég vil minna konur á að hugsa um heilsuna og fara reglulega til læknis,“ sagði Stella um nærfatalínuna.

Paul McCartney og Linda McCartney árið 1997.
Paul McCartney og Linda McCartney árið 1997. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál