Kallaði hana hóru

Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City.
Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City. AFP

Chris Noth fór með hlutverk Mr. Big í þáttunum vinsælu Sex and the City sem fjalla um rithöfundinn Carrie Bradshaw og vinkonur hennar. Karakter Noths var umdeildur meðal aðdáenda þáttanna og það er hann sjálfur núna eftir ummæli sem hann lét falla um Carrie Bradshaw.

Noth segir hlutverk sitt í Sex and the City hafa gjörbreytt lífi sínu sökum þess hve vinsælir þættirnir voru. „Ég held að ég hafi aldrei komist yfir það, þeir gjörbreyttu lífi mínu,“ sagði Noth í viðtali sem birtist á áströlsku fréttasíðunni News.com.au.

„Fólk heldur alltaf að Big hafi verið svo valdamikill. Hann var kannski valdamikill vegna þess að hann átti næga peninga og virtist hafa yfirhöndina í sambandinu en í rauninni var hann andlega í rúst. Hann reyndi aldrei að þykjast vera eitthvað sem hann var ekki. Carrie þóttist hins vegar vera eitthvað sem hún var ekki. Sambandið gekk hreinlega ekki upp, hversu marga kærasta átti hún eiginlega? Hún var þvílík hóra,“ sagði Noth sem virtist lifa sig mikið inn í samband Mr. Big og Carrie Bradshaw. „Það er mikill misskilningur að Carrie hafi verið fórnarlamb hans.“

Þættirnir náðu miklum vinsældum á sínum tíma og því voru gerðar tvær kvikmyndir um vinkonuhópinn skemmtilega. Sá orðrómur hefur þá komist á kreik undanfarið að nú sé von á þriðju myndinni en Noth gaf í skyn að svo væri ekki.

Það muna örugglega margir eftir atriðinu þegar Mr.Big sveik Carrie …
Það muna örugglega margir eftir atriðinu þegar Mr.Big sveik Carrie Bradshaw á brúðkaupsdaginn þeirra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál