Myndi fjárfesta í nýrri ríkisstjórn og lími

Kristín Þorláksdóttir. Verk eftir Kirstínu (t.h.) sem hún gerði í …
Kristín Þorláksdóttir. Verk eftir Kirstínu (t.h.) sem hún gerði í Miami árið 2013.

Listakonan Kristín Þorláksdóttir er mikill fagurkeri og kann að meta litlu hlutina í lífinu. Kristín hefur ferðast um víða veröld og unnið að listsköpun sinni en ferðalögin hafa gefið henni aukinn skilning á þeim heimshornum sem eru frábrugðin Íslandi.

Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir? Jólaglögg og glært gesso til að grunna gómsætan striga.

Í hverju ætlar þú að fjárfesta næst? Nýrri ríkisstjórn og lími fyrir gerviaugnhár.

Hver er ógleymanlegasti staður sem þú hefur ferðast til á seinasta ári? Paradísardalur í Marokkó.

Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér úr ferðalagi? Skilningur og kærleikur gagnvart menningu og samfélögum sem eru frábrugðin Íslandi.

Hvaða hlut myndir þú aldrei láta frá þér? Gott heilbrigðiskerfi og óritskoðaða upplýsingu í þjóðfélaginu.

Seinasta máltíð sem þú naust þess virkilega að borða? Crépes með mozzarella, sveppum, spínati, geitaosti og mjög heitri tabasco-sósu. Ég borðaði nefnilega með strák sem ég er skotin í.

Hver er sá munaður sem þú gætir aldrei sleppt? Uppáhellingur af svörtu og sykurlausu í skammdeginu og svo líka fría kaffið í bankanum.

Hver er seinasti aukahlutur sem þú keyptir þér? Gerviaugnhár fyrir síðustu hrekkjavöku. Þau sitja enn einmana og ósnert og bíða eftir líminu sem verður ein af mínum næstu fjárfestingum.

Uppáhalds-snyrtivara? Svört kol og rauður varalitur sem mér áskotnaðist frá ömmu vinkonu minnar.

Uppáhalds-smáforrit? Ást og Friður, sem er slökunar- og hugleiðslu-app. Það kemur í veg fyrir streitu og hárlos auk þess sem mér finnst notalegt að hlusta á tíbetska munka chanta í kuldanum.

Þetta vegglistaverk eftir Kristínu er í Malmö í Svíþjóð.
Þetta vegglistaverk eftir Kristínu er í Malmö í Svíþjóð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál