Þetta eru ríkustu konur heims

Laurene Powell Jobs, ekkja Steve Jobs, er ofarlega á lista …
Laurene Powell Jobs, ekkja Steve Jobs, er ofarlega á lista Forbes yfir ríkustu konur heims. AFP

Konur eru nokkuð áberandi á nýjasta lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Á listanum, sem kom út í byrjun árs, eru 1.826 einstaklingar en 197 af þeim eru konur. Það hljómar kannski ekki sem mikið en þetta er þó töluverð aukning frá árinu 2014 því þá voru 172 konur á listanum.

Christy Walton er ríkasta kona listans en Walton erfði verslunarkeðjuna Walmart. Eigur Walton eru metnar á rúma 5.459 milljarða króna. Þetta er í fimmta skipti sem hún trónir á toppi lista Forbes yfir ríkustu konurnar.

Liliane Bettencourt, helsti erfingi L'Oréal, er númer tvö á listanum. Bettencourt er 92 ára og auður hennar er metinn á 5.326 milljarða. Bettencourt var svipt sjálfræði ár­ið 2011 sök­um and­legr­ar van­heilsu. Í byrjun árs voru þá tíu kunningjar Li­lia­ne Bettencourt ákærðir fyr­ir misneyt­ingu eft­ir að dótt­ir henn­ar, Francoise Bettencourt-Meyers, lagði fram kæru. Hún sagði hina ákærðu hafa nýtt sér ástand móður sinn­ar og fengið hana til að gefa sér pen­inga og aðra verðmæta muni.

Þriðja ríkasta kona heims er þá Alice Walton, dóttir stofnanda Walmart. Alice Walton notaði eitthvað af sínum miklu auðæfum til að fjárfesta í myndlist á sínum tíma og árið 2011 opnaði hún svo listasafnið Crystal Bridges Museum of American Art. Eigur Alice Walton eru metnar á 5.246 milljarða króna.

Aðrar konur á listanum eru Jacqueline Mars (3.541 milljarður), Maria Franca Fissolo (3.115 milljarðar) og Laurene Powell Jobs, ekkja Steves Jobs (2.596 milljarðar), svo eitthvað sé nefnt.

Listann má skoða í heild sinni á heimasíðu Forbes.

Christy Walton er ríkasta kona í heimi en hún er …
Christy Walton er ríkasta kona í heimi en hún er einn af eigendum Walmart verslunarkeðjunnar. AFP
Fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, er einn þeirra sem talinn …
Fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, er einn þeirra sem talinn er hafa nýtt sér andlega vanheilsu Liliane Bettencourt, erfingja L'Oréal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál