Er ekki að stela peningum af neinum

Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason. mbl.is/Árni Sæberg

Sölvi Tryggvason skrifaði um það fyrir helgi að hann væri hættur að borga í lífeyrissjóð. Hann sagði í pistlinum að skynsemi hans leyfði það ekki lengur.

„Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra,“ sagði Sölvi í pistlinum.

Inni á spyr.is segir Sölvi að það hafi ekki liðið nema nokkrir klukkutímar þar til einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, hafi stokkið úr fylgsni sínu með eftirfarandi orðum:

„Sölvi tímir ekki að leggja fyrir til elliáranna og ætlar að láta öryrkja og láglaunafólk gera það fyrir sig. Hann vill frekar eyða þessum peningum í glanslífsstíl og þar er hann að stela frá öðrum samborgurum sínum……Það er nú heldur betur reisn yfir þessu hjá honum og svo finnur hann endalaust einhverja barnalegar afsakanir til þess að réttlæta þetta. Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð um alllangt skeið.”

„Almennt hef ég þá reglu að munnhöggvast ekki við fólk sem vill færa umræðu niður á þetta plan, en þar sem Guðmundur gegnir stöðu varaformanns í lífeyrissjóði og var formaður Rafiðnaðarsambandsins kann að vera að einhverjir taki mark á honum. Þess vegna er ágætt að það komi fram enn einu sinni að peningana á ég til og gæti greitt á morgun, þannig að ég er ekki að stela frá neinum. Glanslífsstíll minn er jafnframt sveipaður svo litlum efnislegum glansi að ég skammast mín fyrir að fara nánar út í hann.

Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann sem sagt að hundraða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki.

Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun.

Og rétt að lokum. Ef allt færi á versta veg og ég myndi stela svo miklu frá sjálfum mér að ég ætti ekki fyrir ellinni er ég svo heppinn að eiga að virkilega gott fólk sem styður mig í þessari baráttu,“ segir Sölvi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál