Hvernig verður ungt fólk að toppstjórnendum?

Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, PST.
Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, PST. Reuters

Viðskiptaráðgjafinn Lisa Quast deildi nokkrum góðum ráðum með lesendum Forbes um það hvaða eiginleikum góður stjórnandi er gæddur. Greinin er skrifuð með unga stjórnendur í huga sem þurfa að stjórna fólki sem er eldra en það sjálft.

Vertu sjálfsörugg/ur og ekki láta neikvæðar athugasemdir frá öðrum hafa áhrif á þig

Ef þú starfar sem stjórnandi er einhver sem veit að þú ert starfi þínu vaxin/n. Hættu því að hafa áhyggjur af aldrinum og vertu með sjálfstraustið í lagi. Ekki láta neikvæðar athugasemdir um aldur þinn hafa áhrif á þig.

Berðu virðingu fyrir þekkingu annarra en mundu að þú ert stjórnandinn

Almennt séð eru þeir starfsmenn sem starfað hafa hvað lengst hjá sama fyrirtæki eða stofnun reyndari og fróðari en þeim sem hafa verið í skemmri tíma. Kynntu þig fyrir starfsfólkinu og finndu út hvert er sérsvið hvers og eins. Komdu fram við starfsmennina af virðingu og hrósaði þeim þegar það á við. Aldrei gleyma því að þú ert stjórnandi hópsins og þú verður að hegða þér samkvæmt því.

Vertu stjórnandi, en ekki taka þér of mikið vald

Góður stjórnandi veitir samstarfsfólki sínu innblástur. Eins og John Quincy Adams sagði eitt sinn: „Ef gjörðir þínar hvetja aðra til að láta sig dreyma oftar, gera fleiri hluti eða gera meira úr sjálfum sér ertu góður stjórnandi.“ Góður stjórnandi er hluti af liðsheildinni en slæmur stjórnandi ætlast til þess að liðið vinni fyrir sig. Forðastu að nýta þér völd þín til að fá hlutum framfylgt.  

Andreas Schleicher, yfirmaður PISA-kannana á námsárangri grunnskólanema í 74 löndum.
Andreas Schleicher, yfirmaður PISA-kannana á námsárangri grunnskólanema í 74 löndum. mbl.is/Golli

Vertu samkvæm/ur sjálfri/um þér og ekki þykjast vita eitthvað sem þú veist ekki

Það er ekki hægt að vera sérfræðingur á öllum sviðum, svo ekki láta eins og þú sért einn slíkur. Flestir kunna að meta það þegar að fólk getur viðurkennt hverjir eru styrk- og veikleikar sínir. Prófaðu að deila styrk- og veikleikum þínum með samstarfsfélögunum og hvettu þá til að gera slíkt hið sama. Með því að vera samkvæmur sjálfum sér byggir maður upp traust með samstarfsfélögunum.

Deildu hugsjónum þínum en spurðu samstarfsfélagana um athugasemdir og viðbrögð

Þó svo að þú sért ung/ur þýðir það ekki að þú vitir ekki hvað þú ert að gera. Deildu því hugsjónum þínum með samstarfsfélögum þínum og biddu þá um ráðleggingar og athugasemdir.

Vertu umburðarlynd/ur en ekki hræðast það að taka á vandamálum

Umurðarlyndur stjórnandi er vinarlegur, hjálplegur og kemur fram við fólk af virðingu. Það þýðir þó ekki að starfsmennirnir geti notað sér góðvild stjórnandans. Hann tekur á þeim vandamálum sem upp koma og finnur leið til að sigrast á þeim.

Lestu þig til um mannauðsstjórnun og prófaðu þig áfram

Að taka við stjórnunarstöðu getur verið afar krefjandi, sérstaklega ef þú ert að stjórna fólki sem er eldra en þú. Fáðu þá hjálp sem þú þarft til að byrja með. Þú getur fengið hjálp við að búa til starfsáætlun og tengja þig við aðra stjórnendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál