Svona átt þú ekki að byrja vinnudaginn

Það kann ekki góðri lukku að stýra að drekka kaffi …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að drekka kaffi fyrir klukkan 9'30 á morgnana. Eggert Jóhannesson

Fyrstu mínúturnar í vinnunni segja mikið til um hvernig spilast muni úr næstu átta klukkustundunum.

Business Insider fór á stúfana og fann 10 gryfjur sem ansi margir falla í á morgnana.

Svona ættir þú ekki að byrja daginn þinn:

Að mæta of seint
Þú gætir hreinlega eyðilagt daginn áður en hann byrjar.

Að heilsa ekki upp á vinnufélagana

Þú getur sett tóninn fyrir daginn með því að kasta kveðju á vinnufélaga þína.

Ef þú skundar í átt að skrifborðinu þínu án þess að heilsa líta vinnufélagar þínir svo á að erfitt sé að nálgast þig.

Fá þér kaffi

Rannsóknir sýna að best er að geyma kaffibollan þar til eftir klukkan 9’30 á morgnana.

Á milli klukkan 8 og 9 er framleiðsla líkamans á hormóninu cortisol í hámarki, en það kemur skikki á orkubirgðirnar þínar.

Ef þú færð þér kaffi á þessum tíma dags dregur líkaminn úr myndun hormónsins og fer að reiða sig á koffínið.

Svara öllum tölvupóstunum í pósthólfinu þínu

Það er freistandi að setjast niður og ráðast á bunkann af ólesnum tölvupóstskeytum. Það er þó vænlegra til árangurs að skima yfir orðsendingarnar, forgangsraða og skipuleggja hverju skuli svara strax og hvað má bíða.

Byrja að vinna án þess að vera með plan

Áður en þú byrjar dagsverkið er gott að vera búinn að skipuleggja sig, með því móti verður meira úr tímanum.

Gott er að punkta hjá sér það sem er efst í forgangsröðinni, líta yfir dagatalið og gaumgæfa hvað sé framundan.

Klára auðveldasta verkefnið fyrst

Rannsóknir sýna að viljastyrkurinn, ásamt getu þinni til að vinna, hrakar eftir því sem líður á daginn.

Þar af leiðandi er gott að venja sig á að ljúka krefjandi verkefnum áður en hjólað er í þau auðveldari.

Að „múltítaska“

Á morgnana líður þér kannski eins og þú getir gert milljón mismunandi hluti í einu.

Rannsóknir benda þó til þess að betra sé að einbeita sér að einum hlut, í stað þess að hlaupa stöðugt á milli verkefna.

Einblína á það neikvæða

Hugsanlega svínaði einhver fyrir þig á leið til vinnu í morgun, eða kannski lentir þú í hávaða rifrildi við betri helminginn kvöldið áður.

Reyndu að dvelja ekki við neikvæðar hugsanir sem draga athygli þína frá verkefnum dagsins.

Halda fund

Sumir vilja meina að best sé að nota morgnana í verkefni sem krefjast mikillar einbeitingar, líkt og til að koma frá sér texta.

Gott er að skipuleggja daginn með það að leiðarljósi að fundir séu haldnir á þeim tímum sem orka flestra er ívið minni.

Að sjálfsögðu að því gefnu að viðfangsefni fundanna krefjist ekki gríðarlegrar einbeitingar og eljusemi.

Að fylgja ekki rútínu

Vísindamenn segja að athyglisgáfa þín sé takmörkuð, þannig að þú ættir að nota hana með skipulögðum hætti.

Ef þú kemur þér upp rútínu, og fylgir henni, hvílir heilinn sig um stund sem gerir það að verkum að þú átt meiri orku eftir í þau krefjandi verkefni sem bíða þín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál