Hefur gríðarlegan áhuga á plöntum

Bergrún Mist Jóhannesdóttir er mikill fagurkeri sem hefur gaman af …
Bergrún Mist Jóhannesdóttir er mikill fagurkeri sem hefur gaman af eldamennsku. Ljósmynd/Facebook

Bergrún Mist Jóhannesdóttir er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi en nýlega flutt í 101 Reykjavík. Bergrún Mist stundar nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og er mikill fagurkeri. Við fengum að spyrja hana út í lífið og tilveruna. 

Hver eru þín helstu áhugamál?

„Ég hef mjög gaman af eldamennsku, náttúruferðum og göngum og svo hef ég eiginlega of mikinn áhuga á plöntum.“

Hvað gerir þú til að verðlauna þig?

„Mér dettur voða fátt í hug enda almennt mjög góð við mig hvort sem ég á það sérstaklega skilið eða ekki.“

Miðvikudagur 😋

A photo posted by Bergrún Mist Jóhannesdóttir (@bergrunmist) on Jun 22, 2016 at 5:30am PDT

Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir?

„Ég var að enda við að flytja inn í mína fyrstu íbúð og keypti þangað inn sérlega skemmtilega hillueiningu úr IKEA sem ég er voða ánægð með. Svo er ég líka mjög ástfangin af tveimur nýjum plöntum sem fengu að fylgja mér í íbúðina.“

Hlutur sem er þér ómissandi?

„Sængin mín. Hún er tvíbreið og bara svo innilega þægileg, eiginlega of þægileg.“

Uppáhaldsborg?

„Ég kom til Chicago í stutta ferð fyrr í sumar og það er alveg frábær borg, svolítið eins og hreinni og rólegri útgáfa af New York sem er þó líka í miklu uppáhaldi.“

Seinasti veitingastaður sem vakti hrifningu þína?

„Messinn í Lækjargötu, ótrúlega góður matur á mjög sanngjörnu verði.“

🌵 FAM 🌵

A photo posted by Bergrún Mist Jóhannesdóttir (@bergrunmist) on Mar 7, 2016 at 8:26am PST

Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér heim úr ferðalagi?

„Mér dettur helst í hug krydd og hattur sem komu heim með mér úr dagsferð til Marokkó fyrir nokkrum árum.“

Uppáhaldsskart eða -aukahlutur?

„Nota voða lítið af skarti en mér áskotnaðist nýlega mjög falleg taska sem hún amma mín átti og nota hana mikið.“

Snyrtivara sem þú gætir ekki verið án?

„Ekki beint snyrtivara en rakamaskinn frá Glam Glow er mjög mjög góður og ég kann að meta hann.“

20 km ganga á þunnudegi er vel þess virði með þetta útsýni 💃🏼

A photo posted by Bergrún Mist Jóhannesdóttir (@bergrunmist) on Jul 17, 2016 at 11:02am PDT

Uppáhalds smáforrit?

„PokemonGO.“

Hvað er á óskalistanum þessa stundina?

„Sófi í nýju íbúðina.“

Pastel + plöntur = fallegt

A photo posted by Bergrún Mist Jóhannesdóttir (@bergrunmist) on Jul 27, 2016 at 12:06pm PDT

Uppáhalds smáforrit Bergrúnar er PokemonGO.
Uppáhalds smáforrit Bergrúnar er PokemonGO. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál