Hristir kokteila með húmor að vopni

Andri Davíð Pétursson vinnur mikið með íslenskar jurtir.
Andri Davíð Pétursson vinnur mikið með íslenskar jurtir. Ljósmyndari / Karl Pedersen

Í sumar bar Andri Davíð Pétursson sigur úr býtum í World Class-kokteilakeppninni sem fram fór í Hörpu og tryggði sér þar með þátttökurétt í alþjóðlegri úrslitakeppni sem haldin verður í Miami í næstu viku.

Andri segir áhugann á störfum barþjóna hafa kviknað þegar hann fór að vinna á Kringlukránni fyrir mörgum árum, en undanfarna mánuði hefur Andri svo æft af kappi fyrir heimsmeistaramótið.

„Ég hef verið að vinna með fullt af fólki. Ég er búinn að hanna eigin sjússamæli og hanna eigin statíf svo ég geti hrist fjóra drykki í einu. Svo gerði ég súkkulaði í samstarfi við Omnom,“ segir Andri sem ætlar að bera súkkulaðið fram með einum drykknum í næstu viku. En hver heldur Andri að sérstaða hans í keppninni verði?

„Ég spila með húmor og er mikið að kynna íslenska náttúru. Ég nota mikið jurtir sem ég hef sjálfur tínt, en ég geri mína eigin líkjöra og síróp. Þetta er svona fyndin blanda af því að vera náttúrunörd, en samt með húmor.“

Andri segir einnig endalaust hægt að læra í faginu og auðvelt bæta við sig þekkingu.

„Ef þú hefur ástríðu fyrir þessu verður þú nörd. Á meðan aðrir eru að horfa á þætti ert þú kannski bara að lesa þér til um blóm og jurtir,“ viðurkennir Andri að lokum.

Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Andra á Facebook-síðu hans, þar sem má fá frekari upplýsingar um keppnina.

Þeir sem eru orðnir leiðir á því að sötra mojito hverja helgi, og langar að spreyta sig í kokteilagerð, geta síðan prufað að blanda uppáhaldsdrykk Andra Davíðs – Rabarbara-margaritu.

Rabarbara-margarita Andra

40 ml Don Julio Reposado

Barskeið agave síróp

15 ml 64° Rabarbara líkjör frá Reykjavík Distillery

20 ml Rabarbarasafi

Hristur og borinn fram í kokteilglasi

Skreyting: Rabarbari

 

Andri Davíð Pét­urs­son bar sig­ur úr být­um í World Class-kokteila­keppn­inni …
Andri Davíð Pét­urs­son bar sig­ur úr být­um í World Class-kokteila­keppn­inni í sumar. Ljósmynd / Þorgeir Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál