Svona sparar þú árið 2017

Áætlaðu upphæð til neyslu fyrir hvern dag og settu í …
Áætlaðu upphæð til neyslu fyrir hvern dag og settu í umslag. Getty images

Hver kannast ekki við að ætla að losna við nokkur kíló á nýju ári, ætla að taka matarræðið í gegn og svo framvegis. Allt er það gott og blessað en það sem skiptir verulegu máli til þess að ná að fókus í öðrum verkefnum er að fjárhagurinn sé ekki á hliðinni. Settu þér því skýr markmið þegar kemur að fjármálum heimilisins og hafðu skýra sýn yfir alla neyslu.

Frá og með 1. janúar gerðu fjárhagsáætlun fyrir sjálfan þig og heimilið. Rétt eins og um fyrirtækjarekstur sé að ræða. Áætlaðu upphæð á dag til neyslu eða viku og haltu þig við upphæðina. Settu allan pening sem sparast við þessar aðgerðir strax inn á sparnaðarreikning. Ekki freistast í að nota hann í að verðlauna þig strax. 

Taktu áætlaðan pening út úr banka og settu hann í umslög. Umslög fyrir hvern dag eða hverja viku. Þú færð bæði meiri tilfinningu fyrir peningunum og sérð nákvæmlega hvað þú átt eftir. Þú gætir svo átt eitt auka umslag sem þú setur reglulega í pening fyrir sjálfan þig.

Ekki láta eins og heimabankinn þinn sé fjarskyld frænka þín sem þú heimsækir bara þegar þú ert tilneyddur til. Það er afar mikilvægt að fara inn í heimabankann á nokkurra daga fresti til að hafa góða yfirsýn yfir bókhaldið.

Settu það að spara í algjöran forgang á árinu og gættu þess að skipuleggja hvern mánuð um leið og þú færð útborgað. Ein kæruleysisleg helgi með kortin á lofti getur verið dýrkeypt.

Ef það er ekki mötuneyti í vinnunni taktu þá nesti með þér í vinnuna. Og ef börnin fá heitan mat í hádeginu gerðu þá snilldar snarl að kvöldi. Hafragrautur, skyr og sniðugar samlokur geta glatt litla fólkið sem og okkur hin.

Fáðu reglulega ný tilboð í tryggingar og annað slíkt sem þú borgar reglulega af og gættu þess að þú sért alltaf að fá besta mögulega dílinn sem er í boði.

Temdu þér að segja nei við dýrum freistingum og lærðu að meta litlu hlutina í lífinu. Smitaðu vini þína frekar af þessu nýja líferni og stingdu upp á því að þið hittist og eldið saman í stað þess að fara dýrt út að borða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál