Eina konunglega kvonfangið sem hefur...

Katrín Middleton er margt til lista lagt.
Katrín Middleton er margt til lista lagt. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge er eina breska konunglega brúðurin sem lokið hefur háskólaprófi.

Þegar Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur prins, hittust voru þau bæði nemendur við St. Andrews-háskólann í Fife. Skötuhjúin útskrifuðust árið 2005, en þá hafði Vilhjálmur lokið MA-gráðu í landafræði og Katrín hafði útskrifast með sæmd úr listsögu, einnig með meistaragráðu.

Katrín er því fyrsta konunglega kvonfangið sem lokið hefur háskólamenntun eins og sjá má í frétt Popsugar.

Menntun Elísabetar Englandsdrottningar er þó ekkert slor. Drottningin fékk heimakennslu og voru að sjálfsögðu eingöngu ráðnir framúrskarandi kennarar. Árið 1936 fór hún að nema undir Henry Martin, sem starfaði hjá Eton-háskólanum. Þá lærði hún einnig frönsku og bókmenntafræði og sótti kennslustundir hjá erkibiskupnum í Kantaraborg. Þegar hún var 18 ára, á tímum seinna stríðs, fékk hún síðan þjálfun í vélvirkjun.

Katrín útskrifaðist árið 2005.
Katrín útskrifaðist árið 2005. Skjáskot / Popsugar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál