Föstudagurinn þrettándi og fjármálin

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Shakespeare skrifar í Hamlet að ekkert sé í raun gott eða vont - aðeins hugsun geti gert það annaðhvort. Föstudagurinn þrettándi er gott dæmi um slíkt.

Dagurinn í dag getur einkennst af varkárni fyrir þann sem býst við hinu versta. Eða hann getur orðið besti dagur lífs þíns. Nú eða bara venjulegur föstudagur. Það er algjörlega undir þér komið,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í nýjum pistli: 

Það sama á við hvar sem borið er niður í lífi okkar allra. Það eru undir okkur sjálfum komið hvernig samskipti við eigum. Hvernig viðmót okkar er og hvernig líðan okkar er.

Það er einnig undir okkur sjálfum komið hvernig fjármálin okkar eru. Ef þau eru í ólestri er það í okkar eigin höndum að bæta úr því.

Ósamstillt tríó

Eins og þeir þekkja sem hafa sungið í kór er afar æskilegt að allir syngi í sömu tóntegund ef vel á að vera.

Sumir upplifa innri togstreitu varðandi peninga. Næstum eins og tvær eða þrjár raddir syngi hver í sinni tóntegund þegar peninga ber á góma.

Þegar innri togstreitu gætir varðandi peninga er ástæðan sú að peninga DNA-ið okkar er samsett úr þremur mismunandi peningapersónugerðum sem eru ósammála í grundvallarafstöðu sinni til peninga.

Eitt dæmi um slíkt tríó gæti verið ein sem vill leggja fyrir til að eiga varasjóð ef eitthvað kemur upp á. Önnur vill eyða í það sem þeirri fyrstu finnst óþarfi. Sú þriðja vill gjarnan gefa í hjálparstarf eða fjármagna góða hugmynd sem gæti minnkað losun koltvísýrings til mikilla muna.

Valið er þitt

En víkjum aftur að muninum á heppni, óheppni og vali. Það er algengt að blanda hugtökunum heppni og óheppni í jöfnuna þegar peningar eru annars vegar.

Samband okkar við peninga helgast hins vegar hvorki af heppni né óheppni. Við getum valið að skoða samband okkar við peninga ef við viljum breyta því.

Taktu ákvörðun

Sjálfsþekking er mikils virði. Að þekkja styrkleika sína og veikleika þegar peningar eru annars vegar. Að þekkja peninga DNA-ið sitt.

Það er einnig mikilst virði að öðlast smá húmor fyrir sjálfum sér og geta skorað á sig á heilbrigðan hátt að ná peningamarkmiðum sínum.

Fjármál þurfa ekki að vera leiðinleg. Þau geta meira að segja verið mjög skemmtileg!

Taktu ákvörðun um hvort þú vilt vera fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi eða hvort þú vilt láta stjórnast af heppni og óheppni í fjármálum hverju sinni. Þitt er valið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál