Ert þú samstarfsmaður frá helvíti?

Ertu að gera alla geðveika í kringum þig?
Ertu að gera alla geðveika í kringum þig? mbl.is/ThinkstockPhotos

Flestir kannast við hinn óþolandi samstarfsmann sem enginn vill vera nálægt og maður vill gera allt til að vera ekki sjálfur. Liz Ryan sem stofnaði fyrirtækið Human Workplace birti á dögunum lista í tímariti Forbes þar sem helstu einkenni samstarfsmanns frá helvíti eru listuð upp. Kannast þú við þessi einkenni?

1. Þessi vinnufélagi er sífellt að monta sig af því hve mikið hann vinnur og hve mikla yfirvinnu hann leggur af mörkum umfram aðra.

mbl.is/ThinkstockPhotos

2. Hann er alltaf að minnast á að hann þekki „merkilegt“ fólk. Gott dæmi um það er að nefna við vinnufélaga að hann hafi einmitt hitt yfirmanninn utan vinnutíma og átt með honum góða stund.

Guðni Th. sat fyrir á selfie á aðdáendasvæðinu í Nice.
Guðni Th. sat fyrir á selfie á aðdáendasvæðinu í Nice. mbl.is/Golli

3. Þessi vinnufélagi er sífellt að monta sig af þeim titli sem hann hefur í vinnunni. Georg Bjarnfreðarson gerði það mikið í vaktaseríunni.

Georg Bjarnfreðarson.
Georg Bjarnfreðarson.

4. Í rökræðum við vinnufélaga notar hann mikið frasann „ég hef miklu meiri reynslu en þú“.

5. Hann tekur heiðurinn af vinnu annarra við öll möguleg tækifæri.

6. Hann þvingar upp á vinnufélaga pólitískum og trúarlegum skoðunum sínum alls staðar sem það er hægt.

mbl.is/Styrmir Kári

7. Hann sleikir upp yfirstjórnina eins og enginn sé morgundagurinn. 8. Hann veitir hrós sem raunverulega eru niðurlægjandi athugasemdir.

9. Hann misnotar upplýsingar sem honum er trúað fyrir af vinnufélögum.

10. Hann aðstoðar vinnufélaga alls ekki þrátt fyrir að hann hafi sérstaklega tekið fram að þeir skuli leita til hans um hjálp ef þeir þurfa aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál