Hjálpar fólki að fá betri sjálfsmynd

Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Veistu að þú ert módelsmíði og enginn er með sama fingrafar og þú? Veistu að það er nauðsynlegt að hafa gott sjálfstraust til að ná þeim árangri sem þú vilt ná og til að geta verið sú persóna sem þú veist innst inni að þú ert en þorir ekki að vera? Og hvernig náum við okkur svo í þetta sjálfstraust? 

Við getum byrjað með því að samþykkja okkur nákvæmlega eins og við erum og á þeim stað sem við erum. Hugsað síðan um hvað það er sem við viljum bæta og laga og unnið síðan að því að breyta því með kærleikann til okkar í farteskinu vitandi að það er engin drive-through-lausn sem kippir því í lag á stundinni,“ segir Linda Baldvinsdóttir, samskiparáðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

En ef við leggjum þessa vinnu á okkur sem þarf til, þá munum við eiga líf þar sem við sækjum það sem við viljum fá inn í það. Gnægtalíf!

Við lærum að nota þá hæfileika sem við vitum að við búum yfir, hversu takmarkaðir sem okkur sjálfum þykir þeir vera og við lærum að henda burtu gömlum hugsanamynstrum sem eru að hefta okkur í dag og setjum inn ný mynstur sem gagnast okkur.

Við gefum okkur einnig þá gjöf að leita að því sem við viljum vera og gera og stígum svo út úr óttarammanum okkar. Náum okkur í það sem þarf til að láta lífið rætast á þann hátt sem við kjósum. 

Til að byrja gönguna þína í átt að betri sjálfsmynd og sjálfstrausti hef ég ákveðið að gefa 5 daga netnámskeið alveg ókeypis sem gjöf til ykkar, bara af því að þið eigið það alveg skilið 

Frítt -Netnámskeið

Hér eru að lokum nokkur ráð frá mér til þín sem geta hjálpað þér að öðlast betri sjálfsmynd og öflugt sjálfstraust ef þú nýtir þér þau.

  1. Talaðu fallega um þig!
  2. Hreyfðu þig reglulega
  3. Vertu næs við þig og hugsaðu um þarfir þínar.
  4. Ekki dvelja í fortíðinni – sjáðu hver þú ert í dag.
  5. Iðkaðu áhugamálin þín.
  6. Samþykktu þig og lærðu að þekkja hver og hvernig þú ert.
  7. Nýttu sköpunarkraftinn sem býr innra með þér.
  8. Iðkaðu þakkæti.
  9. Lifðu í heilindum og einlægni.
  10. Vertu trúr þér og því sem þú telur fallegast fyrir þig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál