22 kostir sem leiðtogar hafa

Steve Jobs var mikill leiðtogi.
Steve Jobs var mikill leiðtogi. mbl.is/AFP

Leiðtogahæfni er orð sem við heyrum æ oftar, til þess að ná góðum árangri er mikilvægt að vera sterkur leiðtogi. Entrepreneur fór yfir 22 kosti sem góður leiðtogi ætti að hafa:

1. Fókus

Leiðtogar þurfa að taka mikilvægar og stundum óvinsælar ákvarðanir. Það er því mikilvægt fyrir góðan leiðtoga að geta beint sjónum sínum að því hvað sé mikilvægast hverju sinni og ekki láta truflast af keppinautum.

2. Sjálfsöryggi

Það er mikilvægt fyrir leiðtoga að hafa sjálftraust svo annað fólk geti treyst honum.

3. Gegnsæi

Gegnsæi er mikilvægt tól til að byggja upp traust.

4. Heiðarleiki

Það er mikilvægt að vera heiðarlegur og koma til dyranna eins og þú ert klæddur.

5. Hvetjandi

Leiðtogar hvetja annað fólk til dáða.

6. Ástríða

Til þess að ná góðum árangri í einhverju verður þú að elska það sem þú gerir.

7. Nýbreytni

Leiðtogar leita leiða til þess að finna upp á nýjum hlutum.

8. Þolinmæði

Þolinmæði fylgir hugrekki. Að ná árangri tekur tíma og þá kemur þolinmæðin sterk inn.  

9. Stóísk ró

Leiðtogar gera líka mistök og lenda í erfiðum aðstæðum og þá er gott að búa yfir stóískri ró.

10. Tölfræðiskilningur

Leiðtogar í viðskiptum sérstaklega verða að hafa góðan lesskilning á tölur, til þess að bregðast hratt við aðstæðum.

11. Frumleiki

Leiðtogar verða halda  frumlegheitunum, sama hversu margar ævisögur annarra leiðtoga þeir lesa.

12. Víðsýni

Leiðtogar verða vera víðsýnir og vera tilbúnir að breyta hlutunum.

13. Afdráttarleysi

Leiðtogar verða taka af skarið og taka ákvörðun.

14. Persónulegur

Leiðtogar verða vera persónulegir við annað fólk, hjálpa þeim en ekki hugsa einungis um sjálft sig.

15. Stjórnunarhæfileikar

Leiðtogar verða að geta stjórnað og deilt niður verkefnum. Í stað þess að gera allt sjálfir.

16. Jákvæðni

Leiðin upp stigann getur verið erfið og því er mikilvægt að halda í jákvæðnina.

17. Örlæti

Góðir Leiðtogar hjálpa öðrum að verða betri.

18. Stöðugleiki

Að ná árangri tekur tíma, því er mikilvægt fyrir leiðtoga að geta haldið stöðugleika.

19. Innsæi

Það þarf að hafa gott innsæi til þess að geta forgangsraðað.

20. Samskipti

Leiðtogar þurfa að geta átt góð samskipti til þess að ná enn lengra.

21. Ábyrgðarfullur

Leiðtogar taka ekki einungis ábyrgð þegar eitthvað fer úrskeiðis.

22. Órói

Góður leiðtogi lætur ekki eitt svar nægja en heldur áfram að leita svara.

Hillary Clinton býr yfir mörgum af þeim kostum sem taldir …
Hillary Clinton býr yfir mörgum af þeim kostum sem taldir eru upp að ofan. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál