Mikilvæg atriði í atvinnuleit

Gott er að mæta jákvæður í atvinnuviðtal.
Gott er að mæta jákvæður í atvinnuviðtal. mbl.is/Thinkstockphotos

Smartland fékk ráðgjafa hjá Capacent til þess að fara yfir hvernig hægt væri að undirbúa sig sem best í atvinnuleit. Fyrirtækið er öllum hnútum kunnugt þegar kemur að ferilskrám og atvinnuviðtölum enda sér það um ráðningar fyrir fyrirtæki á borð við H&M. 

Hvað er mikilvægt að hafa í huga við gerð ferilskrár? 

Ferilskráin er öflugasta tæki umsækjanda í atvinnuleit þar sem hún er oft það eina sem atvinnurekandi hefur í höndunum. Atvinnurekendur geta verið fljótir að meta umsækjendur eftir ferilskránni og því skiptir máli að hún sé vönduð. Ferilskráin á að segja lesandanum allt sem þú vilt að hann viti en þó skal varast mikinn orðaflaum. Hæfileg lengd á ferilskrá er 1-2 blaðsíður.

Við gerð ferilskrár er mikilvægt að upplýsingar um menntun og starfsreynslu komi fram, þar sem nýjustu upplýsingarnar koma fram efst. Einnig er mikilvægt að upplýsingar um tungumála- og tölvukunnáttu komi fram. Á ferilskrá er gott að hafa mynd af umsækjanda og er þá mikilvægt að myndin sé viðeigandi. Best er að ferilskráin dragi fram með skýrum hætti hvernig þekking þín og reynsla fellur að því starfi sem þú sækir um. Þá er einnig mikilvægt að tilgreina viðeigandi umsagnaraðila sem þekkja þig í starfi.

Ferilskráin þarf að vera vönduð.
Ferilskráin þarf að vera vönduð. mbl.is/Thinkstockphotos


Er mikilvægt að senda kynningarbréf? 

Þegar þú sækir um tiltekið starf er mikilvægt að senda kynningarbréf. Forðastu að hafa kynningarbréfið mjög almennt. Í kynningarbréfinu þarf að koma fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til að sinna starfinu út frá þeim hæfniskröfum sem tilteknar eru í auglýsingu um starfið. Kynningarbréfið er persónulegra en ferilskráin og tækifæri viðkomandi til að koma sjálfum sér á framfæri. Kynningarbréfið þarf ekki að vera lengra en hálf til ein blaðsíða. 

Ferilskrá og kynningarbréf eiga ekki að innihalda ítarlegar lýsingar á mannkostum eða útlistun á ættartali umsækjanda.

Hvernig er gott að undirbúa sig undir atvinnuviðtal?

Í viðtali er lagt mat á hversu vel umsækjandinn hentar fyrirtækinu og auglýstri stöðu samkvæmt starfsgreiningu. Í viðtali er leitast við að fá sem mestar upplýsingar frá umsækjendum varðandi menntun og fyrri störf auk þess sem umsækjendum gefst kostur á að spyrja spurninga um viðkomandi starf. Lagt er mat á hæfni en einnig viðmót, viðbrögð í viðtali, upplýsingagjöf, framsetningu og framtíðarsýn umsækjanda. Áður en farið er í atvinnuviðtal er gott að velta fyrir sér eftirfarandi þáttum: Hver er ég? Hvaða eiginleika hef ég? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar mínir? Hvernig passar starfið við framtíðarmarkmiðin mín? Hverjar eru hæfniskröfur fyrir starfið? Hvernig passar menntun mín og reynsla í starfið? Hvað hef ég fram að færa í starfið? 


Þá er einnig gagnlegt að afla sér upplýsinga um fyrirtækið til dæmis með því að skoða vefsíðu þess, þá er mikilvægt að mæta í viðeigandi klæðnaði, á réttum tíma, með jákvætt hugarfar og bros á vör.


mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál