Best að taka ákvarðanir á morgnana

Best er að taka ákvarðanir á morgnana.
Best er að taka ákvarðanir á morgnana. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk skiptist í tvennt, annars vegar eru það morgunhanarnir og hins vegar næturgalarnir. Þrátt fyrir þetta farnast flestum best að taka stórar ákvarðanir á morgnana.

Samkvæmt MyDomaine.com fann argentínsk rannsókn það út að það væri til réttur og rangur tími til þess að taka ákvarðanir. Rannsóknin var gerð á skákmönnum.

Fyrir fram héldu vísindamennirnir að morgunhanarnir tækju betri ákvörðun á morgnana og þeir sem vöktu lengur tækju betri ákvarðanir á kvöldin. Það varð þó ekki niðurstaðan heldur hafði tími dags áhrif á skákmennina.

Flestir tóku rólegri og nákvæmari ákvörðun á morgnana, því sem leið á daginn fór ákvörðunum versnandi. Þegar komið var fram á kvöld fór fólkið að taka hraðari og áhættusamari ákvarðanir.

Það er ekki gott að taka ákvarðanir á kvöldin.
Það er ekki gott að taka ákvarðanir á kvöldin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál