Svona nærðu betri árangri í vinnunni

Það er gott að standa reglulega upp frá skrifborðinu.
Það er gott að standa reglulega upp frá skrifborðinu. mbl.is/Thinkstockphotos

New York Times greinir frá því hvernig hægt er að ná betri árangri í vinnunni með einföldum hætti. Lausnin er að standa upp frá skrifborðinu og ganga í fimm mínútur á hverjum klukkutíma.

Með hreyfingunni bætirðu skapið, einbeitingu og leiðinlegir hungurverkir hverfa jafnvel. Greint er frá rannsókn þar sem rannsakendur komust að því að margir stuttir göngutúrar hefðu betri áhrif á heilsuna en að fara í langan göngutúr fyrir vinnu.

Það er þekkt að kyrrsetuvinna geti haft áhrif á heilsu fólks. Lítið blóðfæði í fótunum á sér stað þegar fólk situr við skrifborð og löng kyrrseta getur aukið líkur á sykursýki og þunglyndi. Með því standa upp frá skrifborðinu og hreyfa sig á hverjum klukkutíma nær fólk ekki bara betri árangri í vinnunni heldur bætir einnig heilsufar sitt. 

Fimm mínútna göngutúr á hverjum klukkutíma bætir og kætir.
Fimm mínútna göngutúr á hverjum klukkutíma bætir og kætir. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál