Lestu einn kafla úr Litla bakaríinu við Strandgötu

Litla bakaríið við Strandgötu eftir Jenny Colgan.
Litla bakaríið við Strandgötu eftir Jenny Colgan. Ljósmynd/Samsett

Bókin Litla bakaríið við Strandgötu var að koma út í þýðingu Ingunnar Snædal. Hér birtum við einn kafla úr bókinni en hún er tilvalin til að lesa í fríinu. 

Veðrið var ekkert að lagast þannig að Polly fór í hlýjasta jakkann sinn og setti upp húfu. Hún þurfti virkilega á kaffibolla að halda þrátt fyrir að hjálpsemi sjómannanna hefði yljað henni örlítið.

Hún gekk upp eftir steini lagðri götunni sem lá í hálfhring að því sem hún áleit að hlyti að vera aðalgatan. Þarna var lítil sjoppa þar sem líka voru seld rækjunet, fötur og skóflur, útstillingarnar voru illa hirtar og ryklag á þeim. Þarna var líka krá með bjórgarði og neti hangandi fyrir utan, kjötbúð, grænmetismarkaður og járnvörubúð. Niðri við höfnina var sendibíll með skilti sem auglýsti ferskan fisk til sölu en hann var lokaður, og lítil verslun sem virtist selja allt milli himins og jarðar. Polly stakk sér þar inn til að kaupa mjólk í kaffið og súpu til að elda seinna. Í næsta húsi var bakarí og í glugga þess nokkrar óræðar kökur sem litu út fyrir að vera úr gúmmíi, og rykfallin brúðkaupsterta sem Polly var ekki sannfærð um að væri ósvikin.

Fyrstu kynni hennar af þorpsbúunum höfðu stappað í hana stálinu svo að hún ákvað að fara inn í bakaríið. Þetta var jú staðurinn þar sem hún myndi kaupa brauðið sitt …
Polly var mjög nákvæm þegar kom að brauði. Hún dýrkaði brauð. Hún hafði verið brauðmanneskja alla ævi, hvort sem það var í tísku eður ei. Það var uppáhaldið hennar þegar hún fór út að borða. Henni fannst það gott ristað og óristað, beyglur, ristað brauð með osti, kryddbrauð og ítölsk fléttubrauð. Hún naut þess að borða fínustu súrdeigsbrauð sem kostuðu morð fjár og líka franskbrauðssneiðar sem molnuðu og drukku í sig fituna í beikonsamloku.
Hún hafði byrjað að baka sitt eigið brauð í háskólanum og þegar þau Chris eignuðust íbúðina var bakstur orðinn aðaltómstundagaman hennar; hún eyddi laugardögunum í að hnoða og teygja og láta deigið lyfta sér. Svo allt í einu fyrir ári síðan hafði Chris ákveðið að hætta að borða brauð heilsunnar vegna, sagðist vera með glútenóþol. Þar sem hann hafði borðað brauð í þrjátíu og fjögur ár án sjáanlegra neikvæðra áhrifa fannst Polly þetta frekar ólíklegt en hún hafði bara bitið í tunguna á sér og hætt að baka.


Hvað ætlaði hún að borða núna? Eitthvað gott og einkennandi fyrir staðinn … en hvers konar brauð var borðað hér? Kannski ostamúffur?

„Halló,“ sagði Polly glaðlega. Hún hafði alltaf fundið til sterkrar samkenndar með bökurum. Morgunvaktin, ilmandi hlý gerlyktin, matur handa hungruðum heimi; henni hafði alltaf fundist starf þeirra eitt hið göfugasta sem til var. Einu sinni þegar þau voru í fríi í Frakklandi hafði hún næstum gert Chris brjálaðan með löngun sinni til að heimsækja alls konar boulangeries; rétt eins og hann vildi kíkja á vínekrurnar vildi hún finna mun mismunandi korntegunda og staðbundinna einkenna.

Bak við afgreiðsluborðið stóð kona sem var óneitanlega ekki ósvipuð sinni eigin framleiðsluvöru. Ef Polly hefði verið í betra skapi hefði henni áreiðanlega þótt það fyndið. Konan minnti mest á snúð. Hún var algjörlega hnöttótt, með hvíta svuntu sem var útötuð í hveiti. Andlitið á henni var líka kringlótt, húðfellingarnar lágu yfir hárnetið, holdmiklar kinnarnar héngu niður. Hárið á henni – sítt og grásprengt – var einnig bundið aftur í snúð. Konan var í allri holningu eins og gríðarstór, franskur brauðhleifur. Polly fannst að sér gæti líkað vel við hana.

„Hvað vilt þú?“ spurði konan stuttaralega með leiða í svipnum og leit á úrið sitt.
„Ó, leyfðu mér að hugsa,“ sagði Polly.

„Ég er ný hérna. Hvað áttu?“

Konan ranghvolfdi augunum og kinkaði kolli í átt að veggnum þar sem sjá mátti vitlaust stafsettan lista: Sneitt franskbrauð, horn, grillaðar samlokur með osti, grillaðar samlokur með skinku, grillaðar samlokur með skinku og osti, grillaðar samlokur með skinku, osti og ananas – hmm, framúrstefnulegt, hugsaði Polly – fínar kökur, tebollur, velskar kökur og múffur. Hún sá ekki nema eina tegund af brauði. Nú veitti hún því athygli að það var ekki mikill bökunarilmur inni í búðinni, aðeins talsvert þungt og staðið loft sem gæti jafnvel stafað frá konunni sjálfri.

„Umm, grillaða samloku, takk,“ sagði Polly. Henni virtist óratími síðan hún borðaði bensínstöðvarsamlokuna. Hún leit í kringum sig. Þarna var hvergi hægt að setjast niður og ekkert að drekka fyrir utan nokkrar rykugar dósir af Fanta.
Konan stundi líkt og verið væri að gera henni heilmikið ónæði og gelti svo: „Með osti, skinku og osti eða skinku, osti og ananas?“

„Umm, þetta síðasta, þakka þér fyrir,“ sagði Polly og velti fyrir sér hvort hún hefði óafvitandi gert eitthvað af sér. En samlokurnar voru ódýrar.

Konan andvarpaði djúpt og sneri sér við.

„Ég verð þá að hita grillið.“

Polly leit á grillið. Það var sótugt og virtist algjörlega haugdrullugt. Hún var farin að sjá rækilega eftir öllu saman. Þessir vingjarnlegu sjómenn höfðu fyllt hana bjartsýni á nýja heimilið sitt eitt augnablik en þetta var á góðri leið með að gera út af við þá tilfinningu.
Hún leit vandræðalega í kringum sig. Það hefði þurft að þrífa skápana líka. Konan kjagaði yfir að einum þeirra og tók upp ræfilslega, tilbúna samloku sem hún skellti í grillið. Polly ákvað í snatri að hún væri alls ekki mjög svöng eftir allt saman.

„Ég var að flytja hingað,“ sagði hún léttilega og reyndi að virðast kát. Jákvætt viðhorf, það var málið. „Þetta virðist indæll staður! Ég bjó áður í Plymouth.“

Konan starði harkalega á hana. „Einmitt það. Þannig að þú ert komin hingað til að ýta upp fasteignaverðinu svo að íbúarnir hrekist burt?“

„Nei!“ sagði Polly undrandi. „Ha, nei, ekkert svoleiðis. Ég er … ég er bara aðeins að hvíla mig.“

Hún hafði prófað að segja þetta við nokkra aðra og nánast allir skildu hvað hún var að fara og spurðu einskis frekar. „Síðan ætla ég að byrja að leita mér að vinnu.“

Það hnussaði í konunni og hún leit á grillið.

„Jæja, þú finnur ekkert svoleiðis hér. Engin vinna fyrir aðkomufólk hérna. Við erum engin túristagildra, við sjáum um okkur sjálf.“

Polly lyfti brúnum en sagði ekkert, tók við samlokunni, borgaði og kvaddi. Konan svaraði engu fyrr en hún var komin fram að dyrunum.

„Þú getur samt vonandi borgað leiguna?“
Polly sneri sér undrandi við.

„Ég er frú Manse,“ sagði konan hálfmóðguð.

„Ég er leigusalinn þinn.“

mbl.is

Sindri og Sigrún í huggulegu kaffiboði

19:50 Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta þegar Nespresso bauð í kaffiveislu á Hilton Nordica. Boðið var upp á hvern fína kaffidrykkinn á fætur öðrum áður en glæsilegur matur var borinn á borð. Meira »

Jón Gunnar og Fjóla selja íbúðina

16:50 Jón Gunnar Geirdal og Fjóla Katrín Steinsdóttir hafa sett íbúð sína við Rjúpnasali á sölu. Smartland fylgdist með því á sínum tíma þegar Arnar Gauti tók svefnherbergi þeirra í gegn. Meira »

Breyttu um stíl og lituðu hárið ljóst

13:54 Það getur gert heilmikið fyrir fólk að lita á sér hárið. Stjörnur á borð við Slelenu Gomez, Rihönnu og Kim Kardashian hafa allar einhvern tímann litað hárið ljóst. Meira »

Glæsilegt konukvöld Pennans

09:54 Það var vel mætt í verslun Pennans í gær þegar konukvöld var haldið í versluninni. Sigga Kling og Sólrún Diego krydduðu boðið. Meira »

10 atriði sem hamingjusöm pör gera

08:00 Stundum fer það eftir því hvernig við högum okkur í ástarsamböndum hvernig rætist úr sambandinu. Ákveðin atriði einkenna fólk sem er í hamingjusömu sambandi. Meira »

Innlit í indverskan draum

Í gær, 23:59 Á Indlandi standa mörg glæsihýsi, hér er litið inn í glæsilegt hús á Indlandi með svefnherbergi sem hæfir Elísabetu Enlandsdrottningu. Meira »

Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

í gær „Ég mun aldrei gleyma viðhorfum móður minnar frá því hún greindist með krabbamein þar til hún lést. 9 mánaða tímabil. Ég var á lokaári í háskólanámi og áfallið hennar var mér líka áfall. Ég varð að standa mína plikt og gerði það sem ég kunni. Verð að viðurkenna að ég setti tilfinningarnar og sársauka í frystikistuna. Hvort sem það var rétt eða rangt á þeim tíma. Ábyggilega rangt. Verið að vinna úr þeim sl. 2 ár!“ Meira »

Gifti sig í strigaskóm

Í gær, 21:00 Tennisstjarnan Serena Williams er vön því að vera í strigaskóm. Þökk sé síðum brúðarkjól sást ekki í strigaskóna sem hún var í þegar hún gekk upp að altarinu. Meira »

Köld sturta leynivopn Miröndu Kerr

í gær Ofurfyrirsætan Miranda Kerr er mikill fegurðarsérfræðingur. Aðferð hennar til þess að líða vel og auka orkuna er síður en svo dýr. Meira »

Íslensk kona er ósátt eftir lýtaaðgerð

í gær „Ég fór í dýra augnloka aðgerð hjá lýtalækni fyrir tveimur árum, sem í stuttu máli lagði líf mitt í rúst. Til stóð að fjarlægja slappa og þreytulega húð, bæði yfir og undir augunum. Eftir þá aðgerð sit ég uppi með MJÖG áberandi og ljót ör - skurðirnir eru mjög sýnilegir undir augunum og allt svæðið umhverfis augun er eldrautt - langt út á gagnaugu.“ Meira »

Byggði sitt eigið hús út frá Pinterest

í gær Diane Keaton kann ekki bara að leika heldur líka að hanna. Keaton er mikil áhugamanneskja um hús og hönnun og notaði hún Pinterest við hönnun á nýja húsinu sínu. Meira »

Kanill hjálpar í baráttunni við aukakílóin

í gær Kanill á morgumatnum, kanill í kökur, kanill í kaffið. Allt er þetta jákvætt enda hraðar kryddið efnaskiptunum í mannslíkamanum. Meira »

10 atriði sem drepa kynhvötina

í fyrradag Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

22.11. Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

22.11. Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

22.11. Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

22.11. Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

22.11. „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

22.11. Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

21.11. „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »