Lestu einn kafla úr Litla bakaríinu við Strandgötu

Litla bakaríið við Strandgötu eftir Jenny Colgan.
Litla bakaríið við Strandgötu eftir Jenny Colgan. Ljósmynd/Samsett

Bókin Litla bakaríið við Strandgötu var að koma út í þýðingu Ingunnar Snædal. Hér birtum við einn kafla úr bókinni en hún er tilvalin til að lesa í fríinu. 

Veðrið var ekkert að lagast þannig að Polly fór í hlýjasta jakkann sinn og setti upp húfu. Hún þurfti virkilega á kaffibolla að halda þrátt fyrir að hjálpsemi sjómannanna hefði yljað henni örlítið.

Hún gekk upp eftir steini lagðri götunni sem lá í hálfhring að því sem hún áleit að hlyti að vera aðalgatan. Þarna var lítil sjoppa þar sem líka voru seld rækjunet, fötur og skóflur, útstillingarnar voru illa hirtar og ryklag á þeim. Þarna var líka krá með bjórgarði og neti hangandi fyrir utan, kjötbúð, grænmetismarkaður og járnvörubúð. Niðri við höfnina var sendibíll með skilti sem auglýsti ferskan fisk til sölu en hann var lokaður, og lítil verslun sem virtist selja allt milli himins og jarðar. Polly stakk sér þar inn til að kaupa mjólk í kaffið og súpu til að elda seinna. Í næsta húsi var bakarí og í glugga þess nokkrar óræðar kökur sem litu út fyrir að vera úr gúmmíi, og rykfallin brúðkaupsterta sem Polly var ekki sannfærð um að væri ósvikin.

Fyrstu kynni hennar af þorpsbúunum höfðu stappað í hana stálinu svo að hún ákvað að fara inn í bakaríið. Þetta var jú staðurinn þar sem hún myndi kaupa brauðið sitt …
Polly var mjög nákvæm þegar kom að brauði. Hún dýrkaði brauð. Hún hafði verið brauðmanneskja alla ævi, hvort sem það var í tísku eður ei. Það var uppáhaldið hennar þegar hún fór út að borða. Henni fannst það gott ristað og óristað, beyglur, ristað brauð með osti, kryddbrauð og ítölsk fléttubrauð. Hún naut þess að borða fínustu súrdeigsbrauð sem kostuðu morð fjár og líka franskbrauðssneiðar sem molnuðu og drukku í sig fituna í beikonsamloku.
Hún hafði byrjað að baka sitt eigið brauð í háskólanum og þegar þau Chris eignuðust íbúðina var bakstur orðinn aðaltómstundagaman hennar; hún eyddi laugardögunum í að hnoða og teygja og láta deigið lyfta sér. Svo allt í einu fyrir ári síðan hafði Chris ákveðið að hætta að borða brauð heilsunnar vegna, sagðist vera með glútenóþol. Þar sem hann hafði borðað brauð í þrjátíu og fjögur ár án sjáanlegra neikvæðra áhrifa fannst Polly þetta frekar ólíklegt en hún hafði bara bitið í tunguna á sér og hætt að baka.


Hvað ætlaði hún að borða núna? Eitthvað gott og einkennandi fyrir staðinn … en hvers konar brauð var borðað hér? Kannski ostamúffur?

„Halló,“ sagði Polly glaðlega. Hún hafði alltaf fundið til sterkrar samkenndar með bökurum. Morgunvaktin, ilmandi hlý gerlyktin, matur handa hungruðum heimi; henni hafði alltaf fundist starf þeirra eitt hið göfugasta sem til var. Einu sinni þegar þau voru í fríi í Frakklandi hafði hún næstum gert Chris brjálaðan með löngun sinni til að heimsækja alls konar boulangeries; rétt eins og hann vildi kíkja á vínekrurnar vildi hún finna mun mismunandi korntegunda og staðbundinna einkenna.

Bak við afgreiðsluborðið stóð kona sem var óneitanlega ekki ósvipuð sinni eigin framleiðsluvöru. Ef Polly hefði verið í betra skapi hefði henni áreiðanlega þótt það fyndið. Konan minnti mest á snúð. Hún var algjörlega hnöttótt, með hvíta svuntu sem var útötuð í hveiti. Andlitið á henni var líka kringlótt, húðfellingarnar lágu yfir hárnetið, holdmiklar kinnarnar héngu niður. Hárið á henni – sítt og grásprengt – var einnig bundið aftur í snúð. Konan var í allri holningu eins og gríðarstór, franskur brauðhleifur. Polly fannst að sér gæti líkað vel við hana.

„Hvað vilt þú?“ spurði konan stuttaralega með leiða í svipnum og leit á úrið sitt.
„Ó, leyfðu mér að hugsa,“ sagði Polly.

„Ég er ný hérna. Hvað áttu?“

Konan ranghvolfdi augunum og kinkaði kolli í átt að veggnum þar sem sjá mátti vitlaust stafsettan lista: Sneitt franskbrauð, horn, grillaðar samlokur með osti, grillaðar samlokur með skinku, grillaðar samlokur með skinku og osti, grillaðar samlokur með skinku, osti og ananas – hmm, framúrstefnulegt, hugsaði Polly – fínar kökur, tebollur, velskar kökur og múffur. Hún sá ekki nema eina tegund af brauði. Nú veitti hún því athygli að það var ekki mikill bökunarilmur inni í búðinni, aðeins talsvert þungt og staðið loft sem gæti jafnvel stafað frá konunni sjálfri.

„Umm, grillaða samloku, takk,“ sagði Polly. Henni virtist óratími síðan hún borðaði bensínstöðvarsamlokuna. Hún leit í kringum sig. Þarna var hvergi hægt að setjast niður og ekkert að drekka fyrir utan nokkrar rykugar dósir af Fanta.
Konan stundi líkt og verið væri að gera henni heilmikið ónæði og gelti svo: „Með osti, skinku og osti eða skinku, osti og ananas?“

„Umm, þetta síðasta, þakka þér fyrir,“ sagði Polly og velti fyrir sér hvort hún hefði óafvitandi gert eitthvað af sér. En samlokurnar voru ódýrar.

Konan andvarpaði djúpt og sneri sér við.

„Ég verð þá að hita grillið.“

Polly leit á grillið. Það var sótugt og virtist algjörlega haugdrullugt. Hún var farin að sjá rækilega eftir öllu saman. Þessir vingjarnlegu sjómenn höfðu fyllt hana bjartsýni á nýja heimilið sitt eitt augnablik en þetta var á góðri leið með að gera út af við þá tilfinningu.
Hún leit vandræðalega í kringum sig. Það hefði þurft að þrífa skápana líka. Konan kjagaði yfir að einum þeirra og tók upp ræfilslega, tilbúna samloku sem hún skellti í grillið. Polly ákvað í snatri að hún væri alls ekki mjög svöng eftir allt saman.

„Ég var að flytja hingað,“ sagði hún léttilega og reyndi að virðast kát. Jákvætt viðhorf, það var málið. „Þetta virðist indæll staður! Ég bjó áður í Plymouth.“

Konan starði harkalega á hana. „Einmitt það. Þannig að þú ert komin hingað til að ýta upp fasteignaverðinu svo að íbúarnir hrekist burt?“

„Nei!“ sagði Polly undrandi. „Ha, nei, ekkert svoleiðis. Ég er … ég er bara aðeins að hvíla mig.“

Hún hafði prófað að segja þetta við nokkra aðra og nánast allir skildu hvað hún var að fara og spurðu einskis frekar. „Síðan ætla ég að byrja að leita mér að vinnu.“

Það hnussaði í konunni og hún leit á grillið.

„Jæja, þú finnur ekkert svoleiðis hér. Engin vinna fyrir aðkomufólk hérna. Við erum engin túristagildra, við sjáum um okkur sjálf.“

Polly lyfti brúnum en sagði ekkert, tók við samlokunni, borgaði og kvaddi. Konan svaraði engu fyrr en hún var komin fram að dyrunum.

„Þú getur samt vonandi borgað leiguna?“
Polly sneri sér undrandi við.

„Ég er frú Manse,“ sagði konan hálfmóðguð.

„Ég er leigusalinn þinn.“

mbl.is

Sex merki sem gáfaðir bera með sér

18:03 Það er fleira en bara hátt skor á greindavísindaprófi sem gefur til kynna hvort að fólk sé gáfað eða ekki.   Meira »

Margrét Lára selur íbúðina

15:00 Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir og sjúkraþjálfarinn Einar Örn Guðmundsson hafa sett fallega útsýnisíbúð sína í Selásnum á sölu. Meira »

Sköllóttir og sexý

12:00 Það eru fjölmargir glæsilegir íslenskir karlmenn sem bera skallann með mikilli reisn. Það er því ekkert óttast þótt hárið sé byrjað að þynnast. Meira »

Karlotta prinsessa í notuðum skóm

09:00 Rauðu skórnir sem Karlotta prinsessa klæddist í Póllandi í vikunni voru áður í eigu frænda hennar, Harry Bretapins.   Meira »

Maður með gervifót kosinn Herra England

06:00 Jack Eyers, Herra England, er 28 ára gamall, fyrirsæta og líkamsræktarþjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem maður sem hefur misst útlim vinnur keppnina. Meira »

Bestu stellingarnar þegar þú ert stressuð

Í gær, 23:59 Ef konur eru stressaðar getur það komið í veg fyrir að þær fái fullnægingu. Það er því um að gera að reyna stunda kynlíf í stellingum sem eru góðar fyrir stressið. Enda hjálpar fullnæging í stressinu. Meira »

Hlaupa með hjólastóla

í gær Slökkviliðsmenn ætla að gefa einstaklingum sem ekki geta hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu tækifæri til að fara 10 kílómetra með því að hlaupa með þá í hjólastól. Þetta er í ellefta skipti sem slökkviliðsmennirnir taka upp á þessu. Meira »

Smart tekk-íbúð í Laugardalnum

Í gær, 21:00 Lítil og sæt íbúð við Kirkjuteig í Reykjavík er komin á sölu. Tekk-húsgögn sóma sér einstaklega vel í íbúðinni í bland við persónulega muni. Meira »

Gucci með líflega húsgagnalínu

í gær Húsgögnin eru litrík með blóma- og dýramunstrum.   Meira »

Beislin upphaflega hugsuð fyrir djarfar týpur

í gær Hildur Sumarliðadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en hún býr nú í Danmörku þar sem hún starfar sem hárgreiðslukona auk þess sem hún hannar leðurbeisli og aðra fylgihluti undir merkjum Dark Mood. Meira »

Innlit í loft-íbúð í Kópavogi

í gær Í sjarmerandi íbúð í Kópavoginum, sem áður var vélsmiðja, búa listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Meira »

Einkaþjálfari birtir raunverulegar myndir

í gær Sophie Allen birti myndir af líkama sínum á Instagram-síðu sinni fyrir og eftir hádegismat til þess að minna á að það er ekki alltaf allt sem sýnist. Meira »

Getur ekki hætt með unga framhjáhaldinu

í fyrradag „Við höfum stundum búið til afsakanir til þess að komast út af skrifstofunni eftir hádegi svo við getum farið heim til hans og stundað kynlíf. Hann segir að hann sé ástfanginn af mér og hann sé að stunda besta kynlíf sem hann hefur stundað með mér.“ Meira »

Stílhreint hús á 105 milljónir

19.7. Sett hefur verið á sölu fallegt og stílhreint einbýlishýs á einni hæð í Fossvoginum. Um er að ræða eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar. Meira »

Í sumarlegum draumsóleyja-kjól

19.7. Katrín Hertogaynja var sumarleg þegar hún mætti á Wimbledon-mótið með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins.  Meira »

Hanna húsgögn jafnt sem náttúrulaugar

19.7. Arnhildur Pálmadóttir og Brynhildur Sólveigardóttir stofnuðu saman arkitektastofuna Dark Studio árið 2015. Stöllurnar hafa sterka sýn á arkitektúr og eru með fullt af spennandi verkefnum á teikniborðinu. Meira »

Jafnaði sig eftir slysið við Svartahafið

í fyrradag Ásdís Rán skellti sér til Búlgaríu þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir nokkum vikum. Hún segir að sandurinn og sólin hafi gert sér gott en hún vonast til þess að geta látið sjá sig í ræktinni á næstunni. Meira »

Rífandi stemning á opnun Ypsilon

19.7. Hönnunarverslunin Ypsilon var opnuð á dögunum og að sjálfsögðu var slegið upp heljarinnar teiti. Stemningin var með besta móti, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Langar að gefa af sér

19.7. Bergsveinn Ólafsson, knattspyrnumaður í FH, er byrjaður að blogga en hann ætlar að deila ýmsum fróðleik varðandi mataræði og andlega og líkamlega heilsu með lesendum sínum. Meira »

Fimm sniðugir ferðafélagar í sumar

19.7. Hugrún Haraldsdóttir förðunarfræðingur er með puttann á púlsinum þegar kemur að förðunarvörum, en hún veit einnig upp á hár hvernig má komast af með fáar vörur þegar pakka þarf fyrir fríið. Meira »